Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
Fundur haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.
1.Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir- frístundaþjónusta
1908252
Sameiginlegt mál skóla- og frístundaráðs og velferðar- og mannréttindaráðs.
Mat á stöðunni hjá Akraneskaupstað og hvernig er hægt að fullnægja kröfum sem koma fram í lögunum.
Mat á stöðunni hjá Akraneskaupstað og hvernig er hægt að fullnægja kröfum sem koma fram í lögunum.
Bára Daðadóttir formaður skóla- og frístundaráðs, Sandra M. Sigurjónsdóttir varaformaður skóla- og frístundaráðs,Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður skóla- og frístundaráðs, Valgerður Janusardóttir sviðsstjóri skóla- og frístundsviðs og Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri skóla- og frístundasviðs komu inn á fundinn undir þessum lið.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar góða kynningu og óskar eftir því að starfshópur vinni málið áfram í samræmi við umræðu.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar góða kynningu og óskar eftir því að starfshópur vinni málið áfram í samræmi við umræðu.
2.Viðbragðsáætlun velferðar- og mannréttindasviðs við heimsútbreiðslu inflúensu
2003068
Viðbragðsáætlun á velferðar- og mannréttindasviði vegna COVID-19. Stöðumat og upplýsingar.
Til kynningar.
3.Kynning á barnavernd vegna ársins 2020
2011001
Stöðumat í barnavernd á árinu 2020.
Velferðar- og mannréttindaráð lýsir yfir áhyggjum af þróun barnaverndarmála. Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að ráðinn verði starfsmaður í fullt starf í barnavernd og jafnframt verði skoðað alverlega að hefja verkefni um snemmtæka íhlutun í barnavernd.
4.Fjárhagsaðstoð stöðumat 2020
2006001
Stöðumat vegna fjárhagsaðstoðar á árinu 2020.
Hrefna Ákadóttir félagsráðgjafi sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð samþykkt af öllum fundarmönnum með rafrænum hætti. KS, AÞÞ, EB, SK og SH.
Fundi slitið - kl. 19:00.