Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

156. fundur 04. júní 2021 kl. 12:00 - 13:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá
Fundur haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Starfshópur um heildarendurskoðun á þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir

2105123

Þann 21. 01. 21. skipaði félags- og barnamálaráðherra starfshóp um heildarendurskoðun laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Starfshópinn skipa fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, hagsmunasamtökum fatlaðs fólks og félagsmálaráðuneytinu.
Þann 1. mars sl. óskaði starfshópurinn eftir því að Ríkisendurskoðun gerði úttekt á framkvæmd sveitarfélaga á umræddum lögum.
Í ljósi þess að málefni sveitarfélaga falla ekki undir ákvæði laga nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, þarf öll gagnaöflun að fara fram með milligöngu félagsmálaráðuneytis sbr. 4. gr. laga nr. 38/2018 og ákvæði reglugerðar nr. 1036/2018, um eftirlit og eftirfylgni vegna þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Með erindi ríkisendurskoðunar fylgir spurningarlisti annars vegar til sveitarfélaga og hins vegar til félagsmálaráðuneytisins.
Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðsstjóra að svara spurningum sem beint hefur verið til sveitarfélagsins.
Fundargerð samþykkt af öllum fundarmönnum með rafrænum hætti. KHS, AÞÞ, EB og SH.

Fundi slitið - kl. 13:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00