Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
Fundur haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.
1.Samvinna eftir skilnað - tilraunaverkefni
2011292
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir í lok árs 2020 að velferðar- og mannréttindasvið tæki þátt í reynsluverkefninu, Samvinna eftir skilnað (SES-Ísland) frá janúar til júní 2021.
Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi sat fundinn undir þessu máli og kynnti tilraunaverkefnið Samvinna eftir skilnað sem velferðar- og mannréttindaráð hefur tekið þátt í á árinu 2021. Tilraunaverkefnið hefur verið framlengt til júní 2022. Reynslan af verkefninu hefur verið góð og þátttakendur eru ánægðir.
Fundargerð samþykkt af öllum fundarmönnum með rafrænum hætti. KHS, AÞÞ, EB, SK og SH.
Fundi slitið - kl. 18:15.