Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna
2110054
Sameiginlegt mál skóla- og frístundaráðs og velferðar- og mannréttindaráðs um innleiðingu laga um samþættingu á þjónustu í þágu farsældar barna.
Velferðar- og mannréttindaráð tekur undir með starfsmönnum skóla- og frístundasviðs og velferðar- og mannréttindasviðs að mikilvægt er að náið og árangursríkt samstarf verði við stofnanir og aðra aðila sem koma að málefnum barna og veita farsældarþjónustu í sveitarfélaginu. Hvort sem hann er hluti af stjórnsýslu ríkis eða sveitarfélags eða einkaaðili sem veitir slíka þjónustu, t.d. á grundvelli þjónustusamnings. Til þjónustuveitenda teljast t.d. leikskólar, grunnskólar, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar, framhaldsskólar, heilsugæsla, sérhæfð heilbrigðisþjónusta, lögregla, félagsþjónusta og barnavernd.
Ráðið óskar eftir að stýrihópur leggi fram drög að kostnaðaráætlun við innleiðingu á samþættingu á þjónustu vegna farsældar barna á fundinum í apríl.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að stefnt verði að sameiginlegum fundi ráða um málið í apríl þá verði einnig öðrum aðilum boðið til fundarins sem veita farsældarþjónustu í sveitarfélaginu.
Ráðið óskar eftir að stýrihópur leggi fram drög að kostnaðaráætlun við innleiðingu á samþættingu á þjónustu vegna farsældar barna á fundinum í apríl.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að stefnt verði að sameiginlegum fundi ráða um málið í apríl þá verði einnig öðrum aðilum boðið til fundarins sem veita farsældarþjónustu í sveitarfélaginu.
2.Samþætting á þjónustu við börn - samstarf um innleiðingu
2202057
Akraneskaupstað barst erindi frá Barna- og fjölskyldustofu þar sem sveitarfélaginu er boðið að taka þátt í innleiðingarhóp ásamt nokkrum sveitarfélögum. Í því felst m.a. að Barna- og fjölskyldustofa verður með þétta samvinnu við sveitarfélagið, markvissari og umfangsmeiri handleiðsla, fræðsla og stuðningur auk þess sem vænst er samstarfs um upplýsingagjöf verði þéttari en annarra sveitarfélaga.
Velferðar- og mannréttindaráð fagnar því að sveitarfélagið taki þátt í innleiðingarhóp um samstarfi um innleiðingu samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna í samstarfi við Barna- og fjölskyldustofu. Ráði leggur áherslu á að aðrir sem veita farsældarþjónustu í sveitarfélaginu verði einnig aðilar að samstarfinu þannig að innleiðing á samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna verði árangursrík.
3.Jöfnunarsjóður - framlag til að samþætta þjónustu sveitarfélagsins í þágu barna 2022
2202116
Nýlega var sett Reglugerð nr. 1455/2021 um framlög til að mæta kostnaði sveitarfélaga vegna samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna á árinu 2022.
Framlögin verða veitt í gengum Jöfnunarsjóð og hefur ráðherra mennta- og barnamálaráðherra samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs um áætluð framlög til sveitarfélaga, sem byggja á reglugerðinni. Skipting fjárframlaga byggir á niðurstöðu vinnuhóps um útreikning framlaga sem tekur mið af eftirfarandi fjórum breytum sem hafa jafnt vægi:
*Fjöldi barna í hverju sveitarfélagi
*Fjöldi barna með stuðning í skólum
*Fjöldi barna á lágtekjuheimilum
*Fjöldi barna af erlendum uppruna
Áætlað framlag til Akraneskaupstaðar á árinu 2022 er kr. 21.043.170 til að mæta kostnaði vegna samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna. Þetta er 1,913% af heildarframlagi Jöfnunarsjóðs á árinu. Sjá nánar á stjornarradid.is
Framlögin verða veitt í gengum Jöfnunarsjóð og hefur ráðherra mennta- og barnamálaráðherra samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs um áætluð framlög til sveitarfélaga, sem byggja á reglugerðinni. Skipting fjárframlaga byggir á niðurstöðu vinnuhóps um útreikning framlaga sem tekur mið af eftirfarandi fjórum breytum sem hafa jafnt vægi:
*Fjöldi barna í hverju sveitarfélagi
*Fjöldi barna með stuðning í skólum
*Fjöldi barna á lágtekjuheimilum
*Fjöldi barna af erlendum uppruna
Áætlað framlag til Akraneskaupstaðar á árinu 2022 er kr. 21.043.170 til að mæta kostnaði vegna samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna. Þetta er 1,913% af heildarframlagi Jöfnunarsjóðs á árinu. Sjá nánar á stjornarradid.is
Velferðar- og mannréttindaráð óskar eftir að stýrihópur leggi fram drög að kostnaðaráætlun við innleiðingu á samþættingu á þjónustu vegna farsældar barna á fundinum í apríl. Einnig óskar ráðið eftir tillögum stýrihóps um nýtingu framlags Jöfnunarsjóðs á árinu 2022 og annars áætlaðs kostnaðar við innleiðingu á samþættingu á þjónustu vegna farsældar barna.
4.Barnvænt sveitarfélag
2110012
Sameiginlegt mál skóla- og frístundaráðs og velferðar- og mannréttindaráðs um innleiðingu á verkefninu barnvænt sveitarfélag.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar fyrir fróðlega og áhugaverða kynningu. Ráðið leggur áherslu á að áhrif innleiðingarinnar gæti á öllum sviðum stjórnsýslunnar og sem víðast í sveitarfélaginu.
Ráðið leggur til að stefnt verði að sameiginlegum fundi ráða um málið í apríl.
Ráðið leggur til að stefnt verði að sameiginlegum fundi ráða um málið í apríl.
5.Fundargerðir 2021 - stýrihópur um barnvænt samfélag
2110192
Kynntar fundargerðir stýrihóps um barnvænt samfélag.
Lagt fram til kynningar.
6.Barnavernd - breytt skipulag
2112020
Samband íslenskra sveitarfélaga óskaði eftir því við Mennta- og barnamálaráðuneytið að fresta gildistöku barnaverndarlaga. Ráðherra hefur samþykkt að fresta gildistöku til haustsins 2022. Jafnframt verður skipaður starfshópur með aðkomu ráðuneytisins og Barna- og fjölskyldustofu sem leggur fram tillögur að skipan barnaverndarþjónustu og umdæmisráða.
Lagt fram til kynningar.
7.Þroskahjálp - stofnframlag
2101284
Þroskahjálp var einn af samstarfsaðilum sem undirritaði viljayfirlýsingu með Akraneskaupstaður um uppbyggingu á leiguhúsnæði fyrir fatlað fólk á Akranesi 2020 (Samstarf um fjölgun íbúða, eflingu stafrænnar stjórnsýslu og upplýsingagátt). Umsóknarfrestur til að sækja um stofnframlag er til 21. mars 2022. Þroskahjálp kannar nú vilja sveitarfélagins til samstarf um uppbyggingu á húsnæði fyrir fatlað fólk (byggingu fimm íbúða kjarna auk starfsmannaíbúðar) með því að sækja um stofnframlag 2022.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja yfirlýsingu um samstarf við Húsbyggingasjóð Þroskahjálpar um stofnframlag og uppbyggingu á íbúðum fyrir fatlað fólk á Akranesi og þær kvaðir sem nauðsynlegar eru samkvæmt lögum um almennar íbúðir og reglugerð nr. 555/2016. Samanber samþykkt bæjarstjórnar um samstarf vegna uppbyggingu á árinu 2018.
Velferðar- og mannréttindaráð vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn Akraness.
Velferðar- og mannréttindaráð óskar eftir því við skipulags- og umhverfisráð að þeir leggi til lóð fyrir uppbyggingu á íbúðum fyrir fatlað fólk.
Velferðar- og mannréttindaráð vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn Akraness.
Velferðar- og mannréttindaráð óskar eftir því við skipulags- og umhverfisráð að þeir leggi til lóð fyrir uppbyggingu á íbúðum fyrir fatlað fólk.
Fundargerð samþykkt af AÞÞ og EB með rafrænum hætti.
Fundi slitið - kl. 20:00.
Mál nr. 1. til og með 5. á dagskrá eru sameiginleg skóla- og frístundaráðs og velferðar- og mannréttindaráðs. Fulltrúar skóla- og frístundaráðs sátu fundinn, Bára Daðadóttir formaður, Sandra M. Sigurjónsdóttir og Ragnar B. Sæmundsson ásamt áheyrnafulltrúum leik- og grunnskóla og frístundar. Bæjarstjórn, skipulags- og umhverfisráð, starfsmenn skrifstofu velferðar- og mannréttindasviðs og stýrihópur um barnvænt sveitarfélag var boðið að stitja fundinn undir málum 1. til og með 5. á dagskrá.