Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

190. fundur 18. október 2022 kl. 16:30 - 18:15 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Sveinborg Kristjánsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Húsnæðisúrræði- íbúðarhúsnæði fyrir fatlað fólk - lóð

2103321

Tillaga að lóð fyrir fyrirhugaða uppbyggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk á Akranesi.
Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi á skipulags- og umhverfissviði mætti á fundinn undir þessum lið til að kynna tillögu að lóð fyrir búsetjukjarna fatlaðs fólks á Akranesi að Tjarnarskógum 15. Aðrar tillögur að lóðum undir búsetukjarna voru einnig ræddar og skoðaðar.

Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Höllu Mörtu góða kynningu.

Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð að lóðinni að Tjarnarskógum 15 verði ekki úthlutað fyrr en ákvörðun um endanlega staðsetningu fyrir búsetukjarna í Skógarhverfi 5 liggur fyrir.

2.Fjöliðjan - Þarfagreining Búkollu og dósamóttöku

2210089

Þarfagreining stjórnenda Fjöliðjunnar fyrir Búkollu nytjamarkað og aðstöðu fyrir móttöku einnota umbúða. Um er að ræða rýmisþörf í húsnæði sem tekið verður á leigu þar til nýtt framtíðarhúsnæði fyrir umrædda starfsemi verður tilbúið.
Stjórnendur Fjöliðjunnar Guðmundur Páll Jónsson og Árni Jón Harðarson mættu á fundinn undir þessum lið og gerðu grein fyrir rýmisþörf Búkollu nytjamarkaðar og móttöku fyrir einnota umbúðir fram að þeim tíma sem varanleg húsnæðislausn fyrir þessa þjónustu liggur fyrir.

Velferðar- og mannréttindaráð þakkar ofangreindum stjórnendum fyrir greinargóðar útskýringar á rýmisþörf Búkollu og fyrir móttöku einnota umbúða.

Velferðar- og mannréttindaráð leggur áherslu á að lausn finnist á húsnæðismálum Búkollu og móttöku einnota umbúða sem fyrst. Rýmisþörf sem þarf að tryggja er 350 ferm. fyrir Búkollu og 140 ferm. fyrir móttöku einnota umbúða.

Velferðar- og mannréttindaráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

3.Jafnréttisþing 2022

2210026

Upplýsingar um Jafnréttisþing 2022.
Lagt fram til kynningar.

4.Haustfundur Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi

1810115

Til kynningar dagskrá haustfundar stjórnenda í velferðarþjónustu í salnum Kópavogi 27. - 28. október.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00