Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Húsnæðisúrræði- íbúðarhúsnæði fyrir fatlað fólk - lóð
2103321
Tillaga að lóð fyrir fyrirhugaða uppbyggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk á Akranesi.
2.Fjöliðjan - Þarfagreining Búkollu og dósamóttöku
2210089
Þarfagreining stjórnenda Fjöliðjunnar fyrir Búkollu nytjamarkað og aðstöðu fyrir móttöku einnota umbúða. Um er að ræða rýmisþörf í húsnæði sem tekið verður á leigu þar til nýtt framtíðarhúsnæði fyrir umrædda starfsemi verður tilbúið.
Stjórnendur Fjöliðjunnar Guðmundur Páll Jónsson og Árni Jón Harðarson mættu á fundinn undir þessum lið og gerðu grein fyrir rýmisþörf Búkollu nytjamarkaðar og móttöku fyrir einnota umbúðir fram að þeim tíma sem varanleg húsnæðislausn fyrir þessa þjónustu liggur fyrir.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar ofangreindum stjórnendum fyrir greinargóðar útskýringar á rýmisþörf Búkollu og fyrir móttöku einnota umbúða.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur áherslu á að lausn finnist á húsnæðismálum Búkollu og móttöku einnota umbúða sem fyrst. Rýmisþörf sem þarf að tryggja er 350 ferm. fyrir Búkollu og 140 ferm. fyrir móttöku einnota umbúða.
Velferðar- og mannréttindaráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar ofangreindum stjórnendum fyrir greinargóðar útskýringar á rýmisþörf Búkollu og fyrir móttöku einnota umbúða.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur áherslu á að lausn finnist á húsnæðismálum Búkollu og móttöku einnota umbúða sem fyrst. Rýmisþörf sem þarf að tryggja er 350 ferm. fyrir Búkollu og 140 ferm. fyrir móttöku einnota umbúða.
Velferðar- og mannréttindaráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.
3.Jafnréttisþing 2022
2210026
Upplýsingar um Jafnréttisþing 2022.
Lagt fram til kynningar.
4.Haustfundur Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi
1810115
Til kynningar dagskrá haustfundar stjórnenda í velferðarþjónustu í salnum Kópavogi 27. - 28. október.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:15.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Höllu Mörtu góða kynningu.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð að lóðinni að Tjarnarskógum 15 verði ekki úthlutað fyrr en ákvörðun um endanlega staðsetningu fyrir búsetukjarna í Skógarhverfi 5 liggur fyrir.