Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Saman á Skaga 2022 Skýrsla
2301107
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir kynnir helstu niðurstöður úr verkefninu Saman á Skaga fyrir árið 2022.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Hildi Karen fyrir fræðandi kynningu á verkefninu Saman á Skaga. Verkefnið hefur tekist vel, ánægja þátttakenda hefur verið mikil og valdefling aukist með hverju árinu. Starf verkefnisins hefur undanfarin þrjú ár verið fjármagnað með styrkjum að stærstum hluta, sem ekki mun verða framhald á. Á grundvelli þess virðis sem verkefnið hefur skapað þátttakendum leggur ráðið til að verkefnið verði varanlegur hluti af frístunda- og tómstundastarfi fyrir fullorðið fatlað fólk, með fjármögnun kaupstaðarins. Áætlaður kostnaður við þjónustuna árið 2023 er kr. 3 millj. Ráðið vísar erindinu til efnislegrar afgreiðslu í bæjarráði og leggur til að Hildur Karen kynni verkefnið einnig þar.
2.Þroskahjálp - stofnframlag
2101284
Erindi Landssamtakanna Þroskahjálpar, dags. 9. janúar 2023, til HMS varðandi stofnframlög til byggingar íbúðarkjarna í Mosfellsbæ og á Akranesi fyrir fatlað fólk. Erindið lagt fram til kynningar og umræðu.
Fyrir liggur að Þroskahjálp hefur skilað inn stofnframlagi vegna byggingar fimm íbúðakjarna fyrir fatlað fólk á Akranesi. Velferðar- og mannréttindaráð leggur áherslu á að uppbygginging íbúðakjarna fyrir fatlað fólk haldi áfram og leggur til að skoðun fari fram á uppbyggingu fyrirhugaðra íbúðakjarna með tilliti til fjármögnunar og lóða. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.
3.Fundargerðir 2022 - starfshópur um stefnumörkun í öldrunarmálum
2211086
Fundargerði starfshóps um stefnumörkun í öldrunarmálum lagðar fram til kynningar.
3. fundargerð starfshóps um stefnumörkun í öldrunarmálum frá 23. nóvember 2022.
4. fundargerð starfshóps um stefnumörkun í öldrunarmálum frá 7. desember 2022.
3. fundargerð starfshóps um stefnumörkun í öldrunarmálum frá 23. nóvember 2022.
4. fundargerð starfshóps um stefnumörkun í öldrunarmálum frá 7. desember 2022.
Lagt fram til kynningar.
4.Fundargerðir 2022 - notendaráð
2204011
13. fundargerð notendaráðs um málefni fatlaðs fólks frá 16. maí 2022.
14. fundargerð notendaráðs um málefni fatlaðs fólks frá 19. desember 2022.
14. fundargerð notendaráðs um málefni fatlaðs fólks frá 19. desember 2022.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:00.