Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Brynja leigufélag - beiðni um stofnframlag vegna fjögurra íbúða 2023- 2024
2303125
Brynja Leigufélag sendi erindi dags. 1. mars sl. þar sem óskað er eftir stofnframlagi vegna uppbyggingar fjögurra íbúða á árunum 2023 og 2024.
Stofnvirði fjögurra íbúða er um 200 m. kr. og hlutur Akraneskaupstaðar væri því 24 m. kr.
Þann 22.03.2022 samþykkti bæjarstjórn Akraness stofnframlag að fjárhæð 23,4 m.kr. á árunum 2022 og 2023 til Brynju Leigufélags hses (Brynju Hússjóðs Öryrkjabandalagsins) vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á húsnæði á Akranesi sem yrði til afnota fyrir skjólstæðinga Akraneskaupstaðar, með fyrirvara um samþykki HMS á stofnframlagi ríkisins.
Er þá í raun um tvö stofnframlög að ræða, umfram fyrirliggjandi samþykkt bæjarstjórnar frá 22.03.2022, en samþykkt var á þeim tíma að veita stofnframlag að fjárhæð 23,4 m.kr.
Stofnvirði fjögurra íbúða er um 200 m. kr. og hlutur Akraneskaupstaðar væri því 24 m. kr.
Þann 22.03.2022 samþykkti bæjarstjórn Akraness stofnframlag að fjárhæð 23,4 m.kr. á árunum 2022 og 2023 til Brynju Leigufélags hses (Brynju Hússjóðs Öryrkjabandalagsins) vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á húsnæði á Akranesi sem yrði til afnota fyrir skjólstæðinga Akraneskaupstaðar, með fyrirvara um samþykki HMS á stofnframlagi ríkisins.
Er þá í raun um tvö stofnframlög að ræða, umfram fyrirliggjandi samþykkt bæjarstjórnar frá 22.03.2022, en samþykkt var á þeim tíma að veita stofnframlag að fjárhæð 23,4 m.kr.
Velferðar- og mannréttindaráð mælir með samþykkt allt að fjögurra stofnframlaga til Brynju Leigufélags á árinu 2023. Velferðar- og mannréttindaráð leggur einnig til að horft verði til þess að Brynja Leigufélag fái tvö stofnframlög á ári, frá og með 2024-2026. Málinu er vísað til frekari afgreiðslu hjá bæjarráði.
2.Bjarg íbúðafélag - Asparskógar 3
2303111
Tilboð til Akraneskaupstaðar frá Bjargi íbúðafélagi um að taka á leigu þrjár íbúðir, til framleigu, í nýjum húsum Bjargs sem til stendur að reisa við Asparskóga 3, í þremur áföngum 1. nóv. 2023, 1.mars 2024 og 1. maí 2024.
Velferðar- og mannréttindaráð fjallar um erindi Bjargs íbúðarfélags. Velferðar- og mannréttindaráð felur starfsmönnum á velferðar- og mannréttindasviði að leggja mat á þarfir einstaklinga á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði og semja við leigufélagið í framhaldinu um leiguhúsnæði.
3.Fundargerðir 2023 - öldungaráð
2301022
17. fundargerð öldungaráðs frá 23. febrúar 2023.
Lagt fram til kynningar.
4.Fundargerðir 2023 - starfshópur um stefnumörkun í öldrunarmálum
2301032
5. fundargerð starfshóps um stefnumörkun í öldrunarmálum frá 11. janúar 2023.
6. fundargerð starfshóps um stefnumörkun í öldrunarmálum frá 25. janúar 2023
7. fundargerð starfshóps um stefnumörkun í öldrunarmálum frá 15. febrúar 2023.
8. fundargerð starfshóps um stefnumörkun í öldrunarmálum frá 21. febrúar 2023.
9. fundargerð starfshóps um stefnumörkun í öldrunarmálum frá 22. febrúar 2023.
6. fundargerð starfshóps um stefnumörkun í öldrunarmálum frá 25. janúar 2023
7. fundargerð starfshóps um stefnumörkun í öldrunarmálum frá 15. febrúar 2023.
8. fundargerð starfshóps um stefnumörkun í öldrunarmálum frá 21. febrúar 2023.
9. fundargerð starfshóps um stefnumörkun í öldrunarmálum frá 22. febrúar 2023.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:00.