Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

209. fundur 29. ágúst 2023 kl. 15:15 - 18:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna
  • Sólveig Sigurðardóttir deildarstjóri farsældarþjónustu barna
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2025-2027

2306146

10. ágúst síðast liðinn var tíma- og verkáætlun vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2024 samþykkt í bæjarráði.



Bæjarráð lagði áherslu á að áætlunin væri kynnt forstöðumönnum, fagráðum og nefndum.



Hefur sviðsstjóri óskað eftir fundi með deildarstjóra fjármála og launa, ásamt stjórnendum, til að undirbúa fjárhagsáætlanagerð og samræma nálgun í þeirri vinnu.
Lagt fram til kynningar.

2.Framkvæmdaáætlun í barnaverndarþjónustu 2023-2027

2308162

Mennta- og barnamálaráðherra kynnti efnistök nýrrar framkvæmdaáætlunar í barnaverndarþjónustu 2023-2027.



Málið kynnt.

3.Gott að eldast - Samstarfsverkefni

2306042

Á stjórnarfundi SSV þann 23. ágúst 2023 var eftirfarandi bókun gerð um þátttöku í verkefninu: Förum alla leið- Samþætt þjónusta í heimahúsum.



Þann 23. ágúst barst einnig tilkynning frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti um framlengingu umsóknarfrests um þátttöku í þróunarverkefninu til 14.september 2023.



Öldrunarþjónusta á Vesturlandi



Rætt um verkefni félags- og vinnumálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins, Förum alla leið- samþætt þjónusta í heimahúsum. Stjórn SSV samþykkti að senda inn umsókn í verkefnið og bókaði eftirfarandi: Með hliðsjón af umræðu á opnum fundi á vegum SSV um samþættingu öldrunarþjónustu með fulltrúum sveitarfélaga og öðrum aðilum sem þjónusta eldri borgara á Vesturlandi, sem fram fór 14. ágúst s.l. samþykkir stjórn eftirfarandi:



Stjórn SSV felur framkvæmdastjóra í samráði við vinnuhóp SSV um eflingu öldrunarþjónustu að senda inn umsókn í verkefnið: Förum alla leið - samþætt þjónusta í heimahúsum.
Velferðar- og mannréttindaráð fjallar um bókun stjórnar SSV og lýsir ánægju sinni yfir þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið á Vesturlandi um sameiginlega þátttöku í verkefninu.

4.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Stefnumótun Akraneskaupstaðar lögð fram til að fjalla um þau stefnuverkefni sem velferðar- og mannréttindaráð kýs að setja á oddinn til ársins 2025.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að starfshópur um stefnumótun Akraneskaupstaðar haldi vinnufund um stefnuna með bæjarfulltrúum, ráðsfólki og stjórnendum málaflokka hjá kaupstaðnum.

5.Kvennaráðgjöfin - beiðni um fjárframlag fyrir 2023

2308059

Beiðni um fjárframlag til Kvennaráðgjafarinnar fyrir rekstrarárið 2023 barst þann 9. ágúst sl. að upphæð kr. 250.000. Kvennaráðgjöfin býður upp á ókeypis lögfræði og félagsráðgjöf fyrir konur.
Velferðar- og mannréttindaráð vísar beiðni Kvennaráðgjafarinnar til bæjarráðs.

6.Reglur Akraneskaupstaðar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks

2105210

Auglýsing styrkja vegna náms og verkfæra- og tækjakaupa fyrir fatlað fólk 2023.
Velferðar- og mannréttindaráð felur starfsmönnum að auglýsa styrkinn skv. 3. gr. reglna um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fyrir fatlað fólk.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00