Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Flóttamenn - staða flóttafólks á Akranesi
2212095
Andrea Marta Knudsen, verkefnastjóri, kynnir stöðu verkefnis um samræmda móttöku flóttafólks.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Andreu Mörtu Knudsen verkefnastjóra fyrir greinargóða kynningu.
2.Börn með fjölþættan vanda- Stýrihópur Mennta- og barnamálaráðherra
2302148
Skýrsla stýrihóps varðandi fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda var afhent mennta- og barnamálaráðherra þann 30.08 sl.
Hefur ráðherra verið falið það hlutverk að endurskoða fyrirkomulag úrræða og þjónustu í málaflokknum, með réttindi barna og aðgengi þeirra að fullnægjandi þjónustu að leiðarljósi.
Hefur ráðherra verið falið það hlutverk að endurskoða fyrirkomulag úrræða og þjónustu í málaflokknum, með réttindi barna og aðgengi þeirra að fullnægjandi þjónustu að leiðarljósi.
Lagt fram til kynningar.
3.Gott að eldast - Samstarfsverkefni
2306042
Berglind Magnúsdóttir sérfræðingur hjá vinnumarkaðsráðuneytinu og ein af innleiðingaraðilum: Gott að eldast, hefur óskað eftir að Akraneskaupstaður, ásamt öðrum sveitarfélögum, verði í formlegu samstarfi við island.is að rýna framsetningu upplýsinga um heimaþjónustu og virkni eldra fólks og koma með tillögur að samræmdu orðalagi og uppsetningu á þjónustuframboði á vefsíðum sveitarfélaga.
Sviðsstjóri hefur falið Laufeyju Jónsdóttur forstöðumanni stuðnings- og stoðþjónustu að vera fulltrúi Akraneskaupstaðar í verkefninu.
Sviðsstjóri hefur falið Laufeyju Jónsdóttur forstöðumanni stuðnings- og stoðþjónustu að vera fulltrúi Akraneskaupstaðar í verkefninu.
Lagt fram til kynningar.
4.Mennta- og barnamálaráðuneyti - Framlag ríkisins 2023 vegna barna með fjölþættan vanda
2309020
Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur áformað að veita framlag 2023 vegna hluta kostnaðar sveitarfélaga vegna vistunar barna með fjölþættan vanda utan heimilis.
Forsendur úthlutunar eru bundnar niðurstöðu sérfræðingateymis barna með fjölþættan vanda, sbr. 20. gr. laga nr. 38/2018, með vísan til 21. gr. sömu laga.
Forsendur úthlutunar eru bundnar niðurstöðu sérfræðingateymis barna með fjölþættan vanda, sbr. 20. gr. laga nr. 38/2018, með vísan til 21. gr. sömu laga.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 19:00.