Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Dalbraut 6 - leiguíbúðir fyrir aldraða
2004058
Samkomulag milli Akraneskaupstaðar og Leigufélags aldraðra er í burðarliðnum um útleigu íbúða. Fram komu upplýsingar um áætlað leiguverð íbúðanna sem lagt er fram til kynningar og umræðu í ráðinu.
2.Grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks
2311190
Grænbók um málefni innflytjenda lögð fram til kynningar. Byggir Grænbókin á greiningu á stöðu innflytjenda útfrá fimm meginstoðum; Samfélagið, fjölskyldu- og heilbrigðismál, menntun, vinnumarkaður og flóttafólk. Grænbókin er liður í heildarstefnu stjórnvalda í málefnum útlendinga sem miðar að því að fólk sem sest hér að, hafi tækifæri til aðlögunar og virkrar þátttöku í samfélaginu og á vinnumarkaði.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Velferðar- og mannréttindaráð hvetur Leigufélag aldraðra til að endurskoða leiguverðið og að það verði til samræmis við leiguverð annarra óhagnaðardrifinna leigufélaga með starfsemi á Akranesi.
Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi sat fundinn undir þessum lið.