Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

216. fundur 19. desember 2023 kl. 15:15 - 18:00 í Endurhæfingarhúsinu Hver að Suðurgötu 57
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna
  • Sólveig Sigurðardóttir deildarstjóri farsældarþjónustu barna
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Mánaðayfirlit 2023

2303108

Kristjana H. Ólafsdóttir kynnir fjárhagsstöðu málaflokka fyrstu 10 mánuði ársins 2023.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Kristjönu H. Ólafsdóttur fyrir greinargóða kynningu.

2.Samræmd móttaka flóttafólks

2209282

Drög að nýjum samningi vegna samræmdrar móttöku flóttafólks lagður fram til kynningar og umræðu.



Sveitarfélög í samræmdri móttöku hafa fundað um framlögð drög ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga og komið athugasemdum sínum á framfæri. Sjá má þær athugasemdir í samningsdrögum. Áætlað er að samningsdrög verði send á félags- og vinnumarkaðsráðuneytið mánudaginn 18. desember nk.
Lagt fram til kynningar.

3.Dalbraut 6 - leiguíbúðir fyrir aldraða

2004058

Gengið hefur verið frá samkomulagi um samstarf, milli Akraneskaupstaðar og Leigufélags aldraðra, vegna leiguíbúða á Dalbraut 6, fyrir 60 ára og eldri. Byggir samkomulagið á fyrra samkomulagi milli fyrrgreindra aðila um stofnframlag, dags. 5. febrúar 2021, til uppbyggingar á 31 íbúð með vísan til laga um almennar íbúðir nr. 52/2016.



Akraneskaupstaður fær 8 íbúðir til úthlutunar af þeim 31 íbúð sem eru í fjölbýlinu.
Lagt fram til kynningar.

4.Samfélagsmiðstöðin Dalbraut 8 - uppbygging- framkvæmd verkefnisins

2205146

Mál lagt fram til umræðu um næstu skref uppbyggingar í ljósi framlagðrar fjárhagsáætlunar.
Áætlað er að uppbygging Samfélagsmiðstöðvar haldi áfram árið 2024 með útboði á byggingarrétti á Dalbraut 8. Þegar eru hafnar framkvæmdir við undirbúning lóðar. Ástand á byggingamarkaði getur haft áhrif á tímasetningu útboðs. Akraneskaupstaður mun í útboðinu gera ráð fyrir að kaupa jarðhæð byggingarinnnar, fyrir Samfélagsmiðstöð, sem hýsa mun Þorpið, Hver og Fjöliðjuna og mun söluverð byggingaréttar ganga til kaupa á þeim hluta hússins. Fjármagn hefur verið áætlað í verkið frá og með 2025 og gert er ráð fyrir að fá húsnæðið afhent til innréttingar 2026.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00