Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

217. fundur 16. janúar 2024 kl. 15:15 - 18:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sólveig Sigurðardóttir deildarstjóri farsældarþjónustu barna
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Stefnumótun Akraneskaupstaðar var samþykkt í bæjarráði þann 11. janúar sl. og vísað til málsmeðferðar hjá fagráðum og nefndum og gert ráð fyrir að málið komi til endanlegrar málsmeðferðar í bæjarstjórn Akraness.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Valdísi Eyjólfsdóttur fyrir góða kynningu og fagnar þeirri góðu vinnu sem fram hefur farið við stefnumótun Akraneskaupstaðar.

Ráðið felur sviðsstjóra að koma á framfæri tillögu ráðsins um að ávarpa beint barnvænt samfélag í markmiðum stefnunnar.

2.Jöfnunarsjóður - framlög jöfnunarsjóðs málefni fatlaðra 2023

2305115

Yfirlit yfir endanleg framlög Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk liggur fyrir sem og áætlun fyrir framlög árið 2024.



Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerðir 2023 - öldungaráð

2301022

19. fundargerð öldungaráðs frá 1. desember 2023.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00