Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

220. fundur 20. febrúar 2024 kl. 15:15 - 18:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Velferðar- og mannréttindaráð - Áherslur og stefna 2024

2401365

Umræða um áherslur velferðar- og mannréttindaráðs og verkefni á árinu útfrá markmiðum heildarstefnu Akraneskaupstaðar.
Velferðar- og mannréttindaráð fór yfir markmið heildarstefnu Akraneskaupstaðar og verkefni ársins. Áframhald verður á þeirri yfirferð í ráðinu.

2.Samræmd móttaka flóttafólks

2209282

Þjónustusamningur milli Akraneskaupstaðar og félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins dagsettur 16. febrúar 2024, með gildistíma til 31. desember 2024, hefur verið lagður fram til staðfestingar. Kveður samningurinn á um að sveitarfélagið þjónusti 100 einstaklinga, en sú tala tekur mið að raunfjölda þeirra sem eru nú þegar í þjónustu sveitarfélagsins.



Fyrir liggur að endurgreiðslur ráðuneytisins til Akraneskaupstaðar hafa ekki mætt að fullu öllum útgjöldum vegna þjónustunnar. Nemur sá mismunur um 5. millj. króna.



Ekki hafa verið gerðar breytingar á samningnum til samræmis við kröfur sveitarfélaga í samræmdri móttöku flóttafólks, en þau sveitarfélögin standa öll frammi fyrir því að endurgreiðslur ráðuneytisins mæti ekki að fullu útgjöldum vegna þjónustunnar.



Hins vegar náðist samkomulag milli sveitarfélaganna og ráðuneytisins að komið verði á fót starfshópi með það að markmiði að endurskoða samninginn heildrænt og koma fram með tillögur að breytingum á framtíðarsamningum. Er aætlað að starfshópurinn hefji störf eigi síðar en 31. mars 2024.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir að ritað verði undir áframhaldandi samning um móttöku flóttafólks til sex mánaða, eða 31.júní 2024.

Sviðsstjóra er veitt heimild til að framlengja samninginn um sex mánuði til viðbótar, eða til 31. desember, að fengnum tillögum starfshóps um framtíðarsamning sbr. 10. gr. þjónustusamnings um samræmda móttöku flóttafólks.

Málinu vísað til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

3.Fundargerðir 2024 - notendaráð um málefni fatlaðs fólks

2402092

19. fundargerð notendaráðs frá 31. janúar 2024.
Lagt fram.

4.Fundargerðir 2024 - öldungaráð

2401011

20. fundargerð öldungaráðs frá 2. febrúar 2024.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00