Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni gegn fötluðum börnum og ungmennum
2403224
Þann 20. mars sl. boðaði forvarnarfulltrúi Sambands Íslenskra sveitarfélaga stjórnendur í velferðarþjónustu til fundar vegna þingsályktunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.
Er stjórnendum í velferðarþjónustu sveitarfélaga falið það hlutverk að hefja markvisst forvarnarstarf sérstaklega til verndar fötluðum börnum og ungmennum.
Er um að ræða aðgerð E2.í þingsályktun 37/150, fræðsla fagaðila, sjálfboðaliða og annarra sem starfa með fötluðum börnum og ungmennum en samkvæmt aðgerðaráætlun skal 90% alls starfsfólks, sem starfar með fötluðum börnum og ungmennum, ljúka netnámskeiði Barna- og fjölskyldustofu um grunnatriði kynferðislegs ofbeldis gegn börnum og ungmennum fyrir árslok 2025.
Megináhersla í aðgerðaráætlun fyrir árin 2021-2025 verður á að efla aldursmiðaða kennslu og forvarnir í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum, í samvinnu við heilsugæslu, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar. Falla þessar aðgerðir einnig undir að aðgerð E. 11 í nýsamþykktri landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks, sem kveður m.a. á um aukna vernd fatlaðs fólks.
Hér er því um að ræða umfangsmikið forvarnarstarf sem verður innleitt á sterkum grunni farsældarvegferðar Akraneskaupstaðar.
Sett verður á fót þverfaglegt teymi sem heldur utan um innleiðinguna.
Er stjórnendum í velferðarþjónustu sveitarfélaga falið það hlutverk að hefja markvisst forvarnarstarf sérstaklega til verndar fötluðum börnum og ungmennum.
Er um að ræða aðgerð E2.í þingsályktun 37/150, fræðsla fagaðila, sjálfboðaliða og annarra sem starfa með fötluðum börnum og ungmennum en samkvæmt aðgerðaráætlun skal 90% alls starfsfólks, sem starfar með fötluðum börnum og ungmennum, ljúka netnámskeiði Barna- og fjölskyldustofu um grunnatriði kynferðislegs ofbeldis gegn börnum og ungmennum fyrir árslok 2025.
Megináhersla í aðgerðaráætlun fyrir árin 2021-2025 verður á að efla aldursmiðaða kennslu og forvarnir í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum, í samvinnu við heilsugæslu, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar. Falla þessar aðgerðir einnig undir að aðgerð E. 11 í nýsamþykktri landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks, sem kveður m.a. á um aukna vernd fatlaðs fólks.
Hér er því um að ræða umfangsmikið forvarnarstarf sem verður innleitt á sterkum grunni farsældarvegferðar Akraneskaupstaðar.
Sett verður á fót þverfaglegt teymi sem heldur utan um innleiðinguna.
Velferðar- og mannréttindaráð telur verkefnið þarft og leggur áherslu á að verkefnið verði innleitt og aðgerðum fylgt eftir með markvissum hætti.
2.Farsældardagur Vesturlands 2024
24042236
Þann 16. maí næstkomandi verður blásið til Farsældardagsins á Vesturlandi, sem er hugsaður fyrir framlínufólk í farsældarþjónustu barna í landshlutanum. Viðburðurinn er liður í áhersluverkefni Sóknaráætlunnar Vesturlands "Farsæld á Vesturlandi" og miðast við að efla velferð barna og ungmenna í landshlutanum.
Markmið Farsældardagsins er að styrkja tengslanet og þekkingu aðila sem koma að farsæld barna og ungmenna. Efnt verður til vinnufundar um eflingu farsældar á Vesturlandi og útkoma þeirra vinnu mun nýtast stjórnvöldum í ákvarðanatöku er varðar
innleiðingu farsældarlaga á Vesturlandi.
Markmið Farsældardagsins er að styrkja tengslanet og þekkingu aðila sem koma að farsæld barna og ungmenna. Efnt verður til vinnufundar um eflingu farsældar á Vesturlandi og útkoma þeirra vinnu mun nýtast stjórnvöldum í ákvarðanatöku er varðar
innleiðingu farsældarlaga á Vesturlandi.
Lagt fram til kynningar.
3.Velferðar- og mannréttindaráð - Áherslur og stefna 2024
2401365
Áherslur velferðar- og mannréttindaráðs árið 2024, á grundvelli heildarstefnu Akraneskaupstaðar, lagðar fram til umræðu.
Velferðar- og mannréttindaráð fór yfir verkefni ársins, stöðu þeirra og hvað er framundan.
Ráðið óskar eftir að umfjöllun um verkefni sviðsins og stöðu þeirra með reglubundnum hætti.
Ráðið óskar eftir að umfjöllun um verkefni sviðsins og stöðu þeirra með reglubundnum hætti.
Fundi slitið - kl. 18:00.