Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026-2028
2406142
Umfjöllun um fjárhagsáætlun 2025.
Kristjana H. Ólafsdóttir fjármálastjóri kom inn á fundinn undir þessum lið.
2.Umbætur í rekstri á velferðar- og mannréttindasviði
2410121
Tillaga sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs lögð fram um aðkomu KPMG að frekari umbótum í rekstri og þjónustu á velferðar- og mannréttindasviði.
Velferðar- og mannréttindaráð styður tillögu sviðsstjóra um aðkomu KPMG að markvissum úrbótum á rekstri.
3.Akstursþjónusta Akraneskaupstaðar 2024
2401211
Akstursþjónusta hjá Akraneskaupstað - Endurskoðun fyrirkomulags.
Þann 17. september sl. fór velferðar- og mannréttindaráð yfir minnisblað sviðsstjóra og framkvæmdastjóra Höfða um stöðu akstursþjónustunnar.
Ráðið felur sviðsstjóra að hefja undirbúning útboðs og afla tilboðs í gerð útboðsgagna.
Málinu vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.
Ráðið felur sviðsstjóra að hefja undirbúning útboðs og afla tilboðs í gerð útboðsgagna.
Málinu vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.
4.Þróunarstyrkur í samræmdri móttöku flóttafólks
2410131
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur auglýst eftir styrkjum frá sveitarfélögum, með samning um móttöku flóttafólks, til þróunarverkefna.
Verkefnastjóri farsæls frístundastarfs hefur tekið saman tillögu að verkefni sem lögð er fram til umræðu og staðfestingar í velferðar- og mannréttindaráði.
Verkefnastjóri farsæls frístundastarfs hefur tekið saman tillögu að verkefni sem lögð er fram til umræðu og staðfestingar í velferðar- og mannréttindaráði.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir að sótt verði um styrk vegna þróunarverkefnisins og lýsir ánægju sinni með vandaða framsetningu á spennandi verkefni.
Fundi slitið - kl. 19:15.