Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Samstarfssamningur á sviði endurhæfingar
2411001
15. febrúar sl. var ritað undir yfirlýsingu um samstarf þjónustukerfa á sviði endurhæfingar. Aðilar að því samkomulagi voru félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga, f.h. sveitarfélaga, Tryggingastofnun, Vinnumálastofnun og VIRK Starfsendurhæfingarsjóður ses. Með yfirlýsingunni er lýst yfir vilja til að hefja vinnu við gerð samnings sín á milli um framtíðarfyrirkomulag um heildstæða nálgun og samþættingu þjónustu í tengslum við endurhæfingu einstaklinga.
Markmið samþættingar endurhæfingarþjónustu er að bæta lífskjör og lífsgæði fólks sem þarf á endurhæfingu að halda til að bæta afkomu sína og möguleika til virkni, menntunar og atvinnuþátttöku á eigin forsendum.
Þann 31. október sl. var ritað undir samning á grundvelli ofangreindrar yfirlýsingar á haustfundi stjórnenda í velferðarþjónustu, sem tekur gildi þann 1. september 2025. Að samningnum koma 46 aðilar á sviði félags- og heilbrigðisþjónustu, sem skuldbinda sig til að eiga með sér samstarf og samvinnu um endurhæfingu einstaklinga. Er samningur þessi mikilvægur liður í innleiðingu viðamikilla breytinga á örorkulífeyriskerfinu.
Helstu markmið samningsins eru:
1. Að ná fram heildstæðri nálgun við endurhæfingu einstaklinga og samfellu í allri þjónustu.
2. Að undirbúningur að endurkomu á vinnumarkað hefjist eins fljótt og hægt er þegar heilsubrests verður vart, með snemmtækri íhlutun.
3. Að einstaklingum sé fylgt eftir milli þjónustukerfa þurfi þeir þjónustu fleiri en eins kerfis, ljóst sé hvernig ábyrgðin færist á milli þeirra og að hlutverk hvers þjónustuveitanda sé skýrt.
4. Að miðlun upplýsinga verði stafræn og fari fram í gegnum örugga þjónustugátt milli þeirra sem veita þjónustuna til aukins hagræðis fyrir notendur þjónustunnar.
Markmið samþættingar endurhæfingarþjónustu er að bæta lífskjör og lífsgæði fólks sem þarf á endurhæfingu að halda til að bæta afkomu sína og möguleika til virkni, menntunar og atvinnuþátttöku á eigin forsendum.
Þann 31. október sl. var ritað undir samning á grundvelli ofangreindrar yfirlýsingar á haustfundi stjórnenda í velferðarþjónustu, sem tekur gildi þann 1. september 2025. Að samningnum koma 46 aðilar á sviði félags- og heilbrigðisþjónustu, sem skuldbinda sig til að eiga með sér samstarf og samvinnu um endurhæfingu einstaklinga. Er samningur þessi mikilvægur liður í innleiðingu viðamikilla breytinga á örorkulífeyriskerfinu.
Helstu markmið samningsins eru:
1. Að ná fram heildstæðri nálgun við endurhæfingu einstaklinga og samfellu í allri þjónustu.
2. Að undirbúningur að endurkomu á vinnumarkað hefjist eins fljótt og hægt er þegar heilsubrests verður vart, með snemmtækri íhlutun.
3. Að einstaklingum sé fylgt eftir milli þjónustukerfa þurfi þeir þjónustu fleiri en eins kerfis, ljóst sé hvernig ábyrgðin færist á milli þeirra og að hlutverk hvers þjónustuveitanda sé skýrt.
4. Að miðlun upplýsinga verði stafræn og fari fram í gegnum örugga þjónustugátt milli þeirra sem veita þjónustuna til aukins hagræðis fyrir notendur þjónustunnar.
Velferðar- og mannréttindaráð fagnar samkomulagi um samstarf þjónustukerfa á sviði endurhæfingar.
2.Aðgerðaáætlun vegna innleiðingar barnasáttmálans
2411005
Akraneskaupstaður hefur unnið markvisst að innleiðingu verkefnsins Barnvænt Sveitarfélag í samstarfi við UNICEF síðan 2021. Nú liggja fyrir 17 aðgerðir sem stýrihópur verkefnisins hefur forgangsraðað og myndar aðgerðaáætlun Akraneskaupstaðar vegna innleiðingar Barnasáttmálans 2023-2025.
Aðgerðaáætlun þessi byggir á niðurstöðum stöðumats sem var framkvæmt frá 2021-2023 ásamt helstu niðurstöðum kortlagningar á velferð og réttindum barna á Akranesi.
Tilgangurinn verkefnisins er m.a. að innleiða verklag í stjórnsýslu Akraneskaupstaðar sem miðar að því að tryggja réttindi barna og að starfsfólk taki mið að Barnasáttmálanum með hagnýtum hætti.
Aðgerðaáætlun þessi byggir á niðurstöðum stöðumats sem var framkvæmt frá 2021-2023 ásamt helstu niðurstöðum kortlagningar á velferð og réttindum barna á Akranesi.
Tilgangurinn verkefnisins er m.a. að innleiða verklag í stjórnsýslu Akraneskaupstaðar sem miðar að því að tryggja réttindi barna og að starfsfólk taki mið að Barnasáttmálanum með hagnýtum hætti.
Velferðar- og mannréttindaráð fagnar og styður fyrirliggjandi aðgerðaráætlun um að tryggja réttindi barna í allri stjórnsýslu Akraneskaupstaðar. Eru framkvæmdir aðgerðaráætlunar þegar hafnar og leggur ráðið áherslu á áframhaldandi framvindu aðgerða með það að markmiði að sveitarfélagið öðlist viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag á árinu 2025.
Málinu vísað til ungmennaráðs og bæjarráðs.
Málinu vísað til ungmennaráðs og bæjarráðs.
Fundi slitið - kl. 18:15.