Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

235. fundur 19. nóvember 2024 kl. 16:00 - 18:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Farið yfir uppsetningu og verkferla tengda verkefnaskrá, ásamt drögum að aðgerðaáætlun fyrir heildarstefnuna.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Valdísi Eyjólfsdóttur fyrir góða yfirferð.

2.Húsnæðisáætlun 2025

2408258

Húsnæðisáætlun 2025 til kynningar.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Valdísi Eyjólfsdóttur fyrir vandaða skýrslu og góða yfirferð.

3.Gott að eldast - Sameiginlegar reglur um stuðningsþjónustu

2411004

Við yfirstandandi innleiðingu sveitarfélaga á samþættri heimaþjónustu í þágu eldra fólks (Gott að eldast) kom fram mikilvægi þess að reglur sveitarfélaga um stuðningsþjónustu væru samræmdar.



Markmið breytinganna er að þjónusta sveitarfélaga við eldra fólk efli það til sjálfsstæðis og ábyrgð þess á eigin öldrun. Stuðningsþjónustu er ætlað að aðstoða og hæfa notendur sem aðstæðna sinna vegna þurfa stuðning við athafnir daglegs lífs og/eða styðja til virkni og félagslegrar þátttöku.



Var því stofnaður hópur með aðilum frá verkefnastjórn Gott að eldast, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og stjórnendum í sveitarfélögum sem tóku að sér að vinna drög að samræmdum reglum.



Eru þau drög lögð fram til kynningar og umræðu.
Velferðar- og mannréttindaráð vísar reglunum til umfjöllunar í öldungaráði.

4.Gott að eldast - Samkomulag um styrk vegna áframhaldandi ráðningar tengiráðgjafa

2411095

Í lok árs 2023 var gengið frá styrksamkomulagi um ráðningu tengiráðgjafa í 12 mánuði milli félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins og Akraneskaupstaðar, vegna þátttöku Vesturlands í tilraunaverkefnum um samþættingu skv. aðgerðaáætlun Gott að eldast.



Var ráðningasamningur gerður við Laufeyju Jónsdóttur um að sinna starfi tengiráðgjafa fyrir allt Vesturland 1. mars 2024-28.febrúar 2025.



Var greinargerð send á ráðuneytið í nóvember um stöðu verkefnis, nýtingu fjármuna vegna þess, mat á árangri og mikilvægi framhalds á starfi tengiráðgjafa 2025-2026.



Hefur félags- og vinnumarkaðsráðuneytið sent samkomulag um styrk vegna áframhaldandi starfs tengiráðgjafa fyrir Vesturland. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á fjárhæðum.



Er samkomulagið lagt fram til samþykktar í velferðar- og mannréttindaráði.
Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðsstjóra að rita undir samkomulag við ráðuneytið um áframhaldandi styrkveitingu vegna starfs tengiráðgjafa.

5.Bifreið fyrir stuðnings- og stoðþjónustu

2411012

Bifreiðamál stuðnings- og stoðþjónustu. Núverandi bíll er í slæmu ástandi, lekur olíu ofl. skv. starfsmanni áhaldahúss sem sinnt hefur viðhaldi bílsins. Lagt er til að núverandi bifreið verði seld og annar bíll tekinn á langtímaleigu. Fyrir liggja tilboð frá þremur bílaleigum sem eru aðilar að rammasamningi ríkisins.
Velferðar- og mannréttindaráð styður tillögu deildarstjóra um sölu á núverandi bifreið í eigu sviðsins og að tekin verði bifreið á leigu, útfrá hagstæðasta tilboði. Söluhagnaður bifreiðar mun að líkindum mæta kostnaði vegna fyrstu fimm mánaða leigutímabilsins.

Málinu vísað til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

6.Samræmd móttaka flóttafólks - framlenging samnings

2408200

Á fundi með Sambandi íslenskra sveitarfélaga 8. nóvember sl. var sveitarfélögum tilkynnt um að félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefði horfið frá áætlunum um endurskoðun samnings um móttöku flóttafólks og hygðist bjóða sveitarfélögum upp á undirritun óbreytts samnings til eins árs, vegna ársins 2025.



Í kjölfar slita ríkisstjórnarsamstarfsins var starfshópi, sem vann að endurskoðun samningsins, þakkað fyrir sín störf. Barst tölvupóstur frá ráðuneytinu sem staðfestir þá tilætlan og því talið nauðsynlegt að bíða með tillögur starfshópsins að breytingum á samningnum þar til ný ríkisstjórn hefur tekið til starfa.



Fjöldi athugasemda voru gerðar við þessar fyrirætlanir ráðuneytisins og miklum vonbrigðum lýst yfir af hálfu sveitarfélaganna. Þá var upplýst um að einhver sveitarfélög íhuga að draga sig út úr samningi um móttöku flóttafólks. Þau sveitarfélög sem sjá ekki annað fært en að ganga til áframhaldandi samninga, velta því þó upp hvaða þýðingu það hafi fyrir þau sveitarfélög sem eftir standa og hvort ekki komi til álita að úthluta auknu fjármagni til þeirra. Einnig var sett fram sú krafa sveitarfélaganna að inn í gildandi samninga verði sett ákvæði um að Vinnumálastofnun greiði fyrir paranir við sveitarfélögin sem eru umfram þann fjölda sem tiltekinn er í samningi við viðkomandi sveitarfélag. Verið er að skoða hvernig unnt er að bregðast við þessari beiðni sveitarfélaganna samhliða vinnslu viðauka samnings vegna 2025.



Í fylgiskjölum má einnig sjá viðbrögð Ástu Margrétar Sigurðardóttur lögfræðings hjá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, við bókun bæjarráðs um framlengingu á samningi vegna móttöku flóttafólks á Akranesi út árið 2024. Fellst ráðuneytið ekki á þá fyrirvara og skilyrði sem bæjarráð Akraneskaupstaðar tiltók í bókun 12. september sl.



Er viðauki, vegna samnings um mótttöku flóttafólks árið 2024 því lagður fram að nýju, en nauðsynlegt er að taka skýra afstöðu til þess hvort sveitarfélagið riti undir þann samning.



Í tölvupósti frá félags- og vinnumarkaðsráðunteytinu 14. nóvember sl. Er óskað eftir að sveitarfélagið hafi samband við ráðuneytið um hvort vilji sé til þess að framlengja samning um móttöku flóttafólks frá næstu áramótum og út árið 2025.



Hér er því bæði verið að óska eftir bókun ráðsins um framlengdan samning 2024 sem og afstöðu til óbreytts samnings vegna ársins 2025.
Velferðar- og mannréttindaráð sér ekki annað fært en að samþykkja viðauka við samning um móttöku flóttafólks, bæði vegna ársins 2024 og 2025. Ráðið leggur þunga áherslu á að þeim sveitarfélögum sem eftir standa verði tryggðar greiðslur frá Vinnumálastofnun til samræmis við raunfjölda flóttafólks, umfram tiltekinn fjölda í samningnum.

Ráðið tekur undir nauðsyn þess að tryggja þurfi áframhaldandi stöðugildi starfsmanns í ráðgjafadeild, til að mæta þeirri aukningu sem orðið hefur í hópi notenda, til samræmis við greiðslur ráðuneytisins.

Málinu vísað til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

7.Akstursþjónusta Akraneskaupstaðar 2024

2401211

Fundað hefur verið með aðila hjá fyrirtækinu Consensa vegna hugsanlegrar aðkomu þeirra að útboði akstursþjónustu Akraneskaupstaðar. Áætlaður tími í verkefnið eru á bilinu 50 - 60 klst, eða allt að kr. 1.374.000, fyrir utan vask, sem fæst endurgreiddur.



Til skoðunar er að bjóða út akstur á heimsendum mat sér, þar sem ólíkar kröfur gilda um bifreiðir sem sinna slíkum akstri.



Óskað er eftir afstöðu velferðar- og mannréttindaráðs til tilboðs Consensa.
Velferðar- og mannréttindaráð er fylgjandi því að gengið verði frá samkomulagi við Consensa um vinnslu útboðsgagna og felur sviðsstjóra að gera viðauka.
Málinu vísað til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

Velferðar- og mannréttindaráð vísar erindi til stjórnar Höfða er varðar afstöðu til þess hvort akstur vegna dagdvalar eigi einnig að verða hluti af útboðinu.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00