Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Gott að eldast - samráð og útfærsla samþættingar á Akranesi
2408122
Gott að eldast - Líf Lárusdóttir kynnir ferlið og stöðuna í verkefninu sem snýr að samþættingu stuðningsþjónustu og heimahjúkrunar. Áætluð tímalína kynnt.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Líf Lárusdóttur verkefnastjóra hjá SSV í verkefninu Gott að eldast fyrir góða kynningu á verkefninu Gott að eldast og samþættingu stuðningsþjónustu og heimahjúkrunar.
2.Málþing um starf öldungaráða sveitarfélaganna 17. október 2024
2410089
Farið yfir helstu niðurstöður vinnuhópa frá málþingi um starf öldungaráða og tillögur öldungaráðs að breytingum.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Laufeyju Jónsdóttir tengiráðgjafa í verkefninu Gott að eldast og starfsmanni Öldungaráðs fyrir góða kynningu. Ráðið þakkar fyrir góðar tillögur frá Öldungaráði.
3.Umbætur í rekstri á velferðar- og mannréttindasviði
2410121
Verkefnatillaga KPMG um umbætur á rekstri á velferðar- og mannréttindasviði verður lögð fram til kynningar.
Velferðar - og mannréttindaráð samþykkir verkefnatillögu KPMG.
Fundi slitið - kl. 18:00.