Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Samræmd móttaka flóttafólks - framlenging samnings
2408200
Í mars sl. skipaði félags- og vinnumarkaðsráðherra starfshóp um tillögu að nýjum samningi um móttöku flóttafólks líkt og kveðið er á um í 5. mgr. 10. gr. samnings um samræmda móttöku flóttafólks. Frá því í mars hefur hópurinn fundað átta sinnum og farið yfir helstu áskoranir og mögulegar lausnir í þjónustu sveitarfélaganna við flóttafólk. Starfshópurinn, sem skipaður er fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga, félags- og vinnumarkaráðuneytis, mennta- og barnamálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og innviðaráðuneytis, átti upphaflega að skila tillögum að nýjum samningi í lok júní 2024. Ljóst er að vinna starfshópsins tefst vegna umfangs verkefnisins og er það samdóma álit allra að samtalið hafi gengið vel og verið uppbyggilegt. Ráðherra hefur því veitt starfshópnum áframhaldandi umboð fram á haustið til að skila tillögum að nýjum samningi.
Í 14. gr. gildandi samnings segir að samningurinn gildi til 30. júní nk. með heimild til framlengingar um sex mánuði til viðbótar, þ.e. til 31. desember 2024, svo framarlega sem starfshópur skv. 5. mgr. 10. gr. samningsins hafi verið starfræktur um endurskoðun samnings um samræmda móttöku flóttafólks.
Í ljósi þess að drög að nýjum samningi liggja ekki fyrir og framangreindur starfshópur er enn að störfum er þess farið á leit við sveitarfélögin að núgildandi samningur verði framlengdur, sbr. 14. gr. samningsins, og gildi þá til 31. desember 2024.
Í bókun bæjarráðs frá 29.02.2024 er gerð athugasemd við að í samningnum sé ekki kveðið á um, með skýrum hætti, hvenær starfshópnum sé gert að skila tillögum af sér. Tók bæjarstjórn undir ábendingar bæjarráðs og alvarleika þess að vanhöld séu á styrkveitingum ráðuneytisins vegna móttökunnar. Voru samningsdrögin samþykkt.
Í 14. gr. gildandi samnings segir að samningurinn gildi til 30. júní nk. með heimild til framlengingar um sex mánuði til viðbótar, þ.e. til 31. desember 2024, svo framarlega sem starfshópur skv. 5. mgr. 10. gr. samningsins hafi verið starfræktur um endurskoðun samnings um samræmda móttöku flóttafólks.
Í ljósi þess að drög að nýjum samningi liggja ekki fyrir og framangreindur starfshópur er enn að störfum er þess farið á leit við sveitarfélögin að núgildandi samningur verði framlengdur, sbr. 14. gr. samningsins, og gildi þá til 31. desember 2024.
Í bókun bæjarráðs frá 29.02.2024 er gerð athugasemd við að í samningnum sé ekki kveðið á um, með skýrum hætti, hvenær starfshópnum sé gert að skila tillögum af sér. Tók bæjarstjórn undir ábendingar bæjarráðs og alvarleika þess að vanhöld séu á styrkveitingum ráðuneytisins vegna móttökunnar. Voru samningsdrögin samþykkt.
2.Heilsuefling eldra fólks
2402299
Heilsuefling eldra fólks. Mállið kom áður fyrir velferðar- og mannréttindaráð 24.07.24 þar sem eftirfarandi var bókað:
Velferðar- og mannréttindaráð er fylgjandi því að farið verði í tilraunaverkefni, í samstarfi við ÍA, til áramóta, um að sinna heilsueflingu eldra fólks á Akranesi. ÍA annast allt utanumhald verkefnisins, auglýsingar, undirbúning, þjálfun, eftirfylgni og mælingar. Miðað er við að verkefnið hefjist í september. Framlag Akraneskaupstaðar verður allt að kr. 900.000 á mánuði, heildar framlög vegna ársins 2024 verða allt að kr. 3.600.000. Fjármögnun verkefnisins vegna ársins 2025 er vísað til fjárhagsáætlunargerðar. Sviðsstjóra er falið að gera samning við ÍA um framkvæmd verkefnisins að fengnu samþykki bæjarráðs. Erindinu er vísað til bæjarráðs.
Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs 30.07.24 þar sem bókað var að bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, vísar erindinu til umsagnar skóla- og frístundaráðs sem og til yfirferðar fjármálastjóra um viðaukabeiðnina og gert ráð fyrir að málið komi að nýju fyrir næsta fund bæjarráðs.
Á fundi skóla- og frístundaráðs 20.08.24 var eftirfarandi bókað:
Skóla- og frístundaráð lýsir yfir ánægju með framlagða tillögu um samstarf Akraneskaupstaðar og ÍA um heilsueflingu eldra fólks á Akranesi. Um er að ræða mikilvægt verkefni sem miðar að því að bæta heilsu, rjúfa einangrun og efla lífsgæði eldra fólks. Verkefnið fellur vel að stefnu Akraneskaupstaðar í öldrunarþjónustu, heildarstefnu Akraneskaupstaðar, áherslum Heilsueflandi samfélags og vilja Akraneskaupstaðar til að verða íþróttasveitarfélag. Skóla- og frístundaráð tekur undir að stýring og utanumhald um heilsueflingu eldra fólks sé best fyrir komið hjá ÍA. Ráðið leggur til að verkefnið verði lagt upp sem tilraunarverkefni út árið 2025 með endurmati við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026. Ráðið leggur jafnframt til að verkefnið verði unnið í nánu samstarfi skóla- og frístundasviðs og velferðar- og mannréttindasviðs þar sem íþrótta- og tómstundastarf fyrir öll æviskeið heyrir undir málaflokk skóla- og frístundamála hjá Akraneskaupstað.
Fyrirliggjandi drög að samstarfssamningi Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness varðandi heilsueflingu eldra fólks voru unnin af embættismönnum velferðar- og mannréttindasviðs, skóla- og frístundaráðasviði og framkvæmdastjóra ÍA. Fyrirhugað er að heilsueflingin geti hafist í íþróttahúsinu á Vesturgötu eftir miðjan september nk. Óskað er eftir staðfestingu velferðar- og mannréttindaráðs á meðfylgjandi drögum af samstarfssamningi.
Velferðar- og mannréttindaráð er fylgjandi því að farið verði í tilraunaverkefni, í samstarfi við ÍA, til áramóta, um að sinna heilsueflingu eldra fólks á Akranesi. ÍA annast allt utanumhald verkefnisins, auglýsingar, undirbúning, þjálfun, eftirfylgni og mælingar. Miðað er við að verkefnið hefjist í september. Framlag Akraneskaupstaðar verður allt að kr. 900.000 á mánuði, heildar framlög vegna ársins 2024 verða allt að kr. 3.600.000. Fjármögnun verkefnisins vegna ársins 2025 er vísað til fjárhagsáætlunargerðar. Sviðsstjóra er falið að gera samning við ÍA um framkvæmd verkefnisins að fengnu samþykki bæjarráðs. Erindinu er vísað til bæjarráðs.
Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs 30.07.24 þar sem bókað var að bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, vísar erindinu til umsagnar skóla- og frístundaráðs sem og til yfirferðar fjármálastjóra um viðaukabeiðnina og gert ráð fyrir að málið komi að nýju fyrir næsta fund bæjarráðs.
Á fundi skóla- og frístundaráðs 20.08.24 var eftirfarandi bókað:
Skóla- og frístundaráð lýsir yfir ánægju með framlagða tillögu um samstarf Akraneskaupstaðar og ÍA um heilsueflingu eldra fólks á Akranesi. Um er að ræða mikilvægt verkefni sem miðar að því að bæta heilsu, rjúfa einangrun og efla lífsgæði eldra fólks. Verkefnið fellur vel að stefnu Akraneskaupstaðar í öldrunarþjónustu, heildarstefnu Akraneskaupstaðar, áherslum Heilsueflandi samfélags og vilja Akraneskaupstaðar til að verða íþróttasveitarfélag. Skóla- og frístundaráð tekur undir að stýring og utanumhald um heilsueflingu eldra fólks sé best fyrir komið hjá ÍA. Ráðið leggur til að verkefnið verði lagt upp sem tilraunarverkefni út árið 2025 með endurmati við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026. Ráðið leggur jafnframt til að verkefnið verði unnið í nánu samstarfi skóla- og frístundasviðs og velferðar- og mannréttindasviðs þar sem íþrótta- og tómstundastarf fyrir öll æviskeið heyrir undir málaflokk skóla- og frístundamála hjá Akraneskaupstað.
Fyrirliggjandi drög að samstarfssamningi Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness varðandi heilsueflingu eldra fólks voru unnin af embættismönnum velferðar- og mannréttindasviðs, skóla- og frístundaráðasviði og framkvæmdastjóra ÍA. Fyrirhugað er að heilsueflingin geti hafist í íþróttahúsinu á Vesturgötu eftir miðjan september nk. Óskað er eftir staðfestingu velferðar- og mannréttindaráðs á meðfylgjandi drögum af samstarfssamningi.
Velferðar- og mannréttindaráð lýsir yfir ánægju með framlagða tillögu um samstarf Akraneskaupstaðar og ÍA um heilsueflingu eldra fólks á Akranesi. Ráðið tekur undir að best fari á því að stýring og utanumhald heilsueflingar verði hjá ÍA og að verkefnið verði unnið í nánu samstarfi skóla- og frístundasviðs og velferðar- og mannréttindasviðs. Í framlögðum samningsdrögum kemur fram að um tilraunarverkefni er að ræða út árið 2025 með endurmati við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026. Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir framlagðan samstarfssamning og óskar eftir að fá upplýsingar um stöðu verkefnisins með reglubundnum hætti.
3.Velferðar- og mannréttindaráð - Áherslur og stefna 2024
2401365
Velferðar- og mannréttindaráð fer með reglubundnum hætti yfir verkefni á sviðinu á grundvelli heildarstefnu Akraneskaupstaðar sem mörkuð voru í upphafi árs 2024.
Dregin verða fram fimm mikilvægustu stóru verkefnin á næstu 12 mánuðum.
Dregin verða fram fimm mikilvægustu stóru verkefnin á næstu 12 mánuðum.
Velferðar- og mannréttindaráð fjallar um þau fimm áhersluatriði sem ráðið vill setja í forgang, undir viðeigandi stefnuáherslum heildarstefnu Akraneskaupstaðar fyrir næstu 12 mánuði. Ráðið leggur áfram áherslu á áframhaldandi uppbyggingu samfélagsmiðstöðvar, uppbyggingu og skipulag þjónustu í búsetukjarna í Skógarlundi 42, stefnu í málefnum fatlaðs fólks, stuðning við heilabilaða og aðstandendur þeirra, uppfærslu á heimasíðu Akraneskaupstaðar sem og endurskoðun á framkvæmd ferðaþjónustu fatlaðra og aldraðra.
Fundi slitið - kl. 19:00.
Fyrir liggur að styrkir ráðuneytisins vegna móttökunnar mættu ekki kostnaði sveitarfélagsins árið 2023 og árið 2024 hefur enn frekar dregið saman í fjárveitingu ráðuneytisins. Samningur er forsenda styrkveitingar, af hálfu ráðuneytisins, fyrir seinni hluta ársins 2024. Velferðar- og mannréttindaráð sér því engan kost annan en að samþykkja fyrirliggjandi samning, enda stór hópur flóttafólks sem þarfnast þjónustu kaupstaðarins.
Ráðið ítrekar mikilvægi þess að starfshópurinn leggi fram samningsdrög sem fyrst svo unnt sé að taka afstöðu til verkefnisins við yfirstandandi fjárhagsáætlunargerð vegna 2025.
Málinu vísað til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.