Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
Ylfa Örk Davíðsdóttir félagsráðgjafanemi sat fundinn.
1.Brú hses - Skógarlundur 42, stofnframlag vegna íbúðakjarna 2023
2303217
Sverrir H. Pálmarsson var boðaður fyrir ráðið til að upplýsa um stöðu uppbyggingar.
Sverrir boðaði forföll á fundinn.
Velferðar- og mannréttindaráð lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá stöðu sem uppi er í verkefninu og að ekkert hafi í raun staðist af þeim áætlunum sem verktakinn hefur kynnt á fyrri fundum ráðsins. Ljóst þykir að þessi staða mun valda enn frekari töfum á nauðsynlegri húsnæðisuppbyggingu og þjónustu við fatlað fólk á Akranesi.
Velferðar- og mannréttindaráð lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá stöðu sem uppi er í verkefninu og að ekkert hafi í raun staðist af þeim áætlunum sem verktakinn hefur kynnt á fyrri fundum ráðsins. Ljóst þykir að þessi staða mun valda enn frekari töfum á nauðsynlegri húsnæðisuppbyggingu og þjónustu við fatlað fólk á Akranesi.
2.Framlag vegna samþættingar á þjónustu í þágu farsældar barna árið 2025
2501123
Innviðaráðherra hefur undirritað reglugerð um úthlutun á framlagi til að mæta kostnaði sveitarfélaga vegna samþættingar á þjónustu í þágu farsældar barna á árinu 2025.
Framlag til Akraneskaupstaðar 2025 nemur 19.029.136 kr. og hefur verið fjármagninu verið skipt á milli velferðar- og mannréttindasviðs og mennta- og menningarsviðs.
Framlag til Akraneskaupstaðar 2025 nemur 19.029.136 kr. og hefur verið fjármagninu verið skipt á milli velferðar- og mannréttindasviðs og mennta- og menningarsviðs.
Lagt fram til kynningar.
3.Farsældarþjónusta barna - tölulegar upplýsingar fyrir 2024
2501236
Tölulegar upplýsingar um þróun barnaverndar- og farsældarþjónustu barna 2024 og samanburður við fyrri ár.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar deildarstjóra farsældarþjónustu barna, Sólveigu Sigurðardóttur fyrir fræðandi kynningu.
Málinu vísað til kynningar í bæjarráði.
Málinu vísað til kynningar í bæjarráði.
4.Saman á skaga 2024
2407138
Virkniverkefnið Saman á skaga hefur undanfarin ár verið starfrækt með fjármagni frá ríkinu fyrst um sinn og síðan Akraneskaupstað og verið unnið gegn verktakagreiðslum af nokkrum aðilum. Bókað var í Velferðar- og mannréttindaráði árið 2023 að gera þyrfti ráð fyrir fjármagni fyrir verkefnið á árinu 2024 í fjárhagsáætlun. Að sama skapi var óformlega rætt um að næstu ár yrðu með svipuðum hætti.
Í aðdraganda fjárhagsáætlunar 2025 var gert ráð fyrir fjármagni til að halda verkefninu áfram og beiðni þess efnis sett inn í fjárhagsáætlunargerð. Sú hækkun skilaði sér ekki inn á viðeigandi lykil.
Í aðdraganda fjárhagsáætlunar 2025 var gert ráð fyrir fjármagni til að halda verkefninu áfram og beiðni þess efnis sett inn í fjárhagsáætlunargerð. Sú hækkun skilaði sér ekki inn á viðeigandi lykil.
Velferðar- og mannréttindaráð staðfestir að ekki fékkst fjármagn í verkefnið í fjárhagsáætlunargerð fyrir 2025. Ráðið leggur áherslu á að frístundastarfi fatlaðs fólks verði fundinn viðeigandi vettvangur innan bæjarfélagsins.
Fundi slitið - kl. 19:30.