Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
Fundinn sátu Hafdís Dóra Gunnarsdóttir og Ylfa Örk Davíðsdóttir félagráðgjafanemar.
1.Endurhæfingarhúsið Hver - aukning á stöðugildum
2501166
Beini um aukið stöðugildi starfsmanna til að geta haldið sömu þjónustu eftir að stytting vinnuvikunnar tók gildi.
Um er að ræða 30% aukningu í heild sinni sem dreifist á fjóra starfsmenn. Fjöldi þjónustuþega hefur aukist undanfarin ár án þess að aukning hafi verið á stöðugildum. Aukin þjónusta Hvers hefur dregið úr álagi í félagsþjónustunni.
Um er að ræða 30% aukningu í heild sinni sem dreifist á fjóra starfsmenn. Fjöldi þjónustuþega hefur aukist undanfarin ár án þess að aukning hafi verið á stöðugildum. Aukin þjónusta Hvers hefur dregið úr álagi í félagsþjónustunni.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Thelmu Hrund Sigurbjörnsdóttur forstöðumanni Hvers fyrir greinargóða kynningu á starfsemi Hvers. Ljóst þykir að ef ekki verður um aukningu að ræða þá gæti það komið niður í auknu álagi á félagsþjónustunni.
Velferðar- og mannréttindaráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarráð að það samþykki erindið.
Velferðar- og mannréttindaráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarráð að það samþykki erindið.
2.Ályktun um stöðu fatlaðra barna í fyrirhuguðu verkfalli kennarasambands Íslands
2501352
Ályktun Umhyggju um stöðu fatlaðra barna í fyrirhuguðu verkfalli Kennarasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:00.