Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Brú hses - Skógarlundur 42, stofnframlag vegna íbúðakjarna 2023
2303217
Staðan á uppbyggingu Skógarlundar 42.
Í ljósi stöðu verkefnisins óskar velferðar- og mannréttindaráð að hafinn verði undirbúningur á uppbyggingu nýs íbúðakjarna. Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs að hefja samtal við samstarfsaðila um uppbygginguna. Ráðið óskar eftir því við skipulags- og umhverfissvið að finna hentuga lóð fyrir íbúðakjarnann.
2.Akstursþjónusta Akraneskaupstaðar 2024
2401211
Staða á vinnslu útboðs á akstursþjónustu Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.
Drög að útboðsgögnum lögð fram til kynningar.
3.Dalabyggð- beiðni um framkvæmd og rekstur á barnaverndarþjónustu
2303099
Drög að samningi milli Akraneskaupstaðar og Dalabyggðar um leiðandi hlutverk barnaverndarþjónustu hefur verið yfirfarinn af hálfu mennta- og barnamálaráðuneytis.
Eru þau drög ásamt athugasemdum ráðuneytisins lögð fram.
Eru þau drög ásamt athugasemdum ráðuneytisins lögð fram.
Afgreiðslu málsins frestað þar til frekari gögn liggja fyrir.
Fundi slitið - kl. 18:00.