Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

241. fundur 02. mars 2025 kl. 16:00 - 18:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Félagafjör Fjöliðjunnar

2502208

Félagafjör Fjöliðjunnar. Tveir leiðbeinendur Fjöliðjunnar hafa óskað eftir að fara að stað með félagsstarf fyrir fullorna fatlaða. Um er ræða að keyra tvo hópa yngri en 30 ára og 30 ára og eldri. Samveran væri í Fjöliðjunni 2x í mánuði í 2 tíma í senn. Um er ræða tímabilið febrúar til maí 2025.

Fyrirhugað er að halda námskeiðið í gegnum Símenntunarmiðstöð Vesturlands sem mun þá greiða laun starfsmanna. Óskað er eftir aðstoð Akraneskaupstað við að reiða þátttökugjald þátttakenda sem verður kr. 170.000 fyrir alla, allt tímabilið, auk efniskostnaðar sem gert er ráð fyrir að verði um kr. 90.000.



Málið var lagt fyrir notendaráð 25.02.25 og var eftirfarandi bókað: Notendaráð fagnar framtaki starfsfólks Fjöliðjunnar.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Guðmundi Páli Jónssyni, forstöðumanni Fjöliðjunnar og Kathrin Jolanta Shymura, þroskaþjálfa, fyrir flotta hugmynd og frumkvæði í uppbyggingu frístundastarfs fyrir fatlað fólk, með það að markmiði að auka virkni og félagsleg tengsl fatlaðs fólks.

Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð að styrkja þetta tímabundna verkefni Fjöliðjunnar um kr. 200.000. Ráðið óskar eftir að fá Fjöliðjuna aftur inn á fund og fara yfir hvernig til tókst. Umræðu um framhald verkefnisins er vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2026.

Málinu vísað til afgreiðslu í bæjarráði.

2.Fundargerðir 2025 - öldungaráð

2501011

25. fundargerð öldungaráðs frá 27. febrúar 2025.
Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerðir 2024 - notendaráð um málefni fatlaðs fólks

2402092

21. fundargerð notendaráðs um málefni fatlaðs fólks á Akranesi, frá 07.10.24 lögð fram til kynningar.
Lögð fram til kynningar.

4.Fundargerðir 2025 - notendaráð um málefni fatlaðs fólks

2501031

22. fundargerð notendaráðs um málefni fatlaðs fólks á Akranesi, frá 25.02.25 lögð fram til kynningar.
Lögð fram til kynningar.

5.Gjaldskrá stuðningsþjónustu 2025

2411187

Tillaga að breytingu að gjaldskrá stuðnings- og stoðþjónustu hefur bæði fengið umræðu í öldunga- og notendaráði. Voru ráðin með jákvæða afstöðu gagnvart tillögunni.



Bókun notendaráðs 25.febrúar 2025:



Notendaráð lýsir yfir ánægju með þá vinnu sem lögð hefur verið í tillögu að fyrirliggjandi gjaldskrá fyrir stuðnings- og stoðþjónustu. Jafnframt er ráðið hlint þeirri nálgun sem unnið er eftir varðandi greiðslu fyrir þjónustuna út frá tekjuskiptingu.



Bókun öldungaráðs á fundi 27. febrúar 2025 var samhljóma bókun notendaráðs.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð um að framlögð gjaldskrá verði samþykkt.

Kristinn Sveinsson formaður ráðsins vék af fundi undir afgreiðslu þessa máls.

6.Brú hses - Skógarlundur 42, stofnframlag vegna íbúðakjarna 2023

2303217

Til umræðu er bókun notendaráðs um málefni fatlaðs fólks á Akranesi frá 25.02.25. Í bókuninni kemur m.a. fram að notendaráð harmar mjög þá stöðu sem upp er komin í málinu og leggur eindregið til við Bæjarstjórn Akraness að nú þegar fram fari stjórnsýslurannsókn á verkefninu í heild sinni.
Velferðar- og mannréttindaráð vísar tillögu notendaráðs til bæjarráðs.

7.Grassláttur fyrir eldri borgara og öryrkja

2502154

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 18.02.25 var samþykkt að fá álit velferðar- og mannréttindaráðs og öldungaráðs á því að vinnuskólinn hætti að bjóða upp á grasslátt í görðum fyrir eldra fólk og öryrkja.



Vinnuskólinn hefur mörg undanfarin ár séð um að bjóða ellilífeyrisþegum og öryrkjum garðslátt gegn vægu gjaldi sem er 75% niðurgreitt af sveitarfélaginu. Einn hópur, sem samanstendur af fjórum unglingum og einum flokkstjóra, hefur séð um þessa þjónustu.



Innheimt þóknun vegna þjónustunnar mætir aðeins litlum hluta af raunkostnaði. Sá þáttur hefur þó ekki vegið þyngst heldur sá útgangspunktur að þjónusta þá sem ekki geta séð um að slá sína garða sjálfir.



Síðustu ár hefur hins vegar komið til tals að Vinnuskólinn hætti þessari þjónustu.



Ástæðurnar eru nokkrar:

-
Vinnuskólinn á ekki og hefur í raun ekki heimildir til að vera í slíkri starfsemi í samkeppni við verktaka eða aðra einkaaðila sem hafa áhuga á að bjóða þessa þjónustu.

-
Margir eldri borgarar ( 67 ), sem kjósa að búa í einbýli með garði, eru fullfrískir og hafa getu til að slá sína garða sjálfir.

-
Vinnuskólinn starfar yfirleitt frá 10 júní og fram í miðjan ágúst, en fyrir þann tíma þarf að slá og einnig eftir að Vinnuskóla líkur. Fyrsti sláttur er því oft mjög tímafrekur ef ekki er búið slá utan þess tíma sem Vinnuskólinn starfar. Þannig er örðugt að bjóða upp á þjónustu aðeins hluta úr sumri, þjónustu sem þarf að sinna allt sumarið.

- Vinnuskólinn hefur verið að slá um 70 garða, 4 sinnum á sumrinu.



Síðustu ár hefur enginn verktaki sýnt áhuga á því að bjóða upp á þessa þjónustu, en í fyrra sumar voru þó einhverjir unglingar sem tóku sig til og buðu upp á slíkan slátt fyrir einkaaðila.



Útgangspunkturinn er því sá að opna á slíkt tækifæri fyrir fyrir duglega og framtaksama einstaklinga í sveitarfélaginu.



Bókun skipulags- og umhverfisráðs:



Tillaga um breytingu á fyrirkomulagi grassláttar fyrir eldri borgara og öryrkja. Ráðið samþykkir að fá álit velferðar- og mannréttindaráðs, notendaráðs og öldungaráðs á því að vinnuskólinn hætti að vera með grasslátt í görðum fyrir eldri borgara og öryrkja.



Á fundi notendaráðs um málefni fatlaðs fólks þann 25.02.25 var eftirfarandi bókað um málið:



Notendaráð vill koma þeirri ábendingu á framfæri að nálgunin í ákvarðanatöku verði byggð á nánari þarfagreiningu og leggur áherslu á að betur færi á því að þjónustan byggði á færnimati umsækjanda. Önnur ábending er að tekjutengja þjónustuna í samræmi við tillögu að nýrri gjaldskrá stuðnings- og stoðþjónustu.



Á fundi öldungaráðs þann 27.02.25 var eftirfarandi bókað um málið:

Öldungaráð vill koma þeirri ábendingu á framfæri að nálgunin í ákvarðanatöku verði byggð á nánari þarfagreiningu og leggur áherslu á að betur færi á því að þjónustan byggði á færnimati umsækjanda. Önnur ábending er að tekjutengja þjónustuna í samræmi við tillögu að nýrri gjaldskrá stuðnings- og stoðþjónustu.
Velferðar- og mannréttindaráð tekur undir bókanir öldunga- og notendaráðs. Ráðið telur brýnt að þessi þjónusta verði í boði fyrir þá sem hana nauðsynlega þurfa og byggi á færnimati umsækjanda. Tekur ráðið einnig undir að eðlilegt sé að þessi þjónusta falli undir framlagða gjaldskrá stuðnings- og stoðþjónustu.

8.Gott að eldast, aðgerðaráætlun um þjónustu við fólk með heilabilun

2410206

Lögð fram tillaga að verktakasamningi við Laufeyju Jónsdóttur tengiráðgjafa Vesturlands í verkefninu Gott að eldast, varðandi þjónustu og aðstoð við fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur áherslu á mikilvægi þjónustu við fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Er samningurinn liður í að tryggja áfram uppbyggingu stuðnings við þennan hóp.

Málinu vísað til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.

9.Niðurstöður frumkvæðisathugunar á stöðu uppfærslu stoð- og stuðningsþjónustureglna

2409213

Skýrsla Gæða- og eftirlitsstofnunar um frumkvæðisathugun á stoð- og stuðningsþjónustureglum sveitarfélaga sem fram fór á árinu 2024.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00