Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Grassláttur fyrir eldri borgara og öryrkja
2502154
Skipulags- og umhverfisráð hefur bókað um fyrirhugaðar breytingar á grasslætti fyrir eldra fólk og öryrkja.
Forsendur breytinganna byggja á þeirri nálgun að áherslur í þjónustu byggi á faglegu mati á stuðningsþörf umsækjenda. Greining á þeim hópi sem fékk stuðning við grasslátt 2024 leiddi í ljós að 22% þeirra 68 einstaklinga voru með staðfest mat á stuðningsþörf. Á grundvelli þessa er talið nauðsynlegt að endurskoða stuðning vegna grassláttar.
Samtal hefur farið fram milli starfsmanna velferðar- og mannréttindasviðs og skipulags- og umhverfissviðs um fyrirhugaðar breytingar og mögulegar lausnir.
Er sameiginleg niðurstaða sviðanna að leggja til tvær neðangreindar tillögur:
1. Að grassláttur verði einungis í boði fyrir eldra fólk og öryrkja sem eru nú þegar metnir í umfangsmikilli þjónustuþörf á velferðar- og mannréttindasviði. Þeir aðilar munu því einungis eiga þess kost að sækja um þjónustuna með símtali til þjónustuvers. Skipulags- og umhverfissvið mun samhliða gera breytingar á gjaldskrá vegna grássláttar sem kynnt verður sérstaklega.
2. Að þjónusta við grasslátt verði hætt af hálfu sveitarfélagsins og íbúum bent á að leita til aðila sem veita slíka þjónustu.
Óskað er eftir formlegri afstöðu ráðanna til ofangreindra tillagna.
Forsendur breytinganna byggja á þeirri nálgun að áherslur í þjónustu byggi á faglegu mati á stuðningsþörf umsækjenda. Greining á þeim hópi sem fékk stuðning við grasslátt 2024 leiddi í ljós að 22% þeirra 68 einstaklinga voru með staðfest mat á stuðningsþörf. Á grundvelli þessa er talið nauðsynlegt að endurskoða stuðning vegna grassláttar.
Samtal hefur farið fram milli starfsmanna velferðar- og mannréttindasviðs og skipulags- og umhverfissviðs um fyrirhugaðar breytingar og mögulegar lausnir.
Er sameiginleg niðurstaða sviðanna að leggja til tvær neðangreindar tillögur:
1. Að grassláttur verði einungis í boði fyrir eldra fólk og öryrkja sem eru nú þegar metnir í umfangsmikilli þjónustuþörf á velferðar- og mannréttindasviði. Þeir aðilar munu því einungis eiga þess kost að sækja um þjónustuna með símtali til þjónustuvers. Skipulags- og umhverfissvið mun samhliða gera breytingar á gjaldskrá vegna grássláttar sem kynnt verður sérstaklega.
2. Að þjónusta við grasslátt verði hætt af hálfu sveitarfélagsins og íbúum bent á að leita til aðila sem veita slíka þjónustu.
Óskað er eftir formlegri afstöðu ráðanna til ofangreindra tillagna.
Velferðar- og mannréttindaráð telur mikilvægt að þjónustan sé veitt til þeirra einstaklinga sem eru metnir í þörf fyrir stuðningsþjónustu og er fylgjandi tillögu eitt.
2.Umbætur í rekstri á velferðar- og mannréttindasviði
2410121
Fyrstu drög að niðurstöðum tillagna að umbótum í rekstri á v&m lagðar fram til umræðu.
Velferðar- og mamnréttindaráð fór yfir fyrirliggjandi drög og sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.
Fundi slitið - kl. 16:45.