90 ára afmæli Bifreiðastöðvar ÞÞÞ
Bifreiðastöð ÞÞÞ fagnaði 90 ára afmæli þann 23. ágúst síðastliðinn. Af gefnu tilefni færðu Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Ólafur Adolfsson formaður bæjarráðs forsvarsmönnum ÞÞÞ gjöf sem samanstóð af málverki frá Bjarna Þór og blómvendi frá Model. „Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar hefur verið starfrækt síðan árið 1927 og þykir mér mjög merkilegt og framúrskarandi að hafa fyrirtæki hér í bæ sem nær þessum aldri" segir Sævar Freyr.
ÞÞÞ flutti höfuðstöðvar sínar á Smiðjuvelli í apríl 2015 en höfðu verið frá því árið 1994 með höfuðstöðvar sínar að Dalbraut 6. Húsnæðið að Smiðjuvöllum er töluvert stærra en fyrra húsnæði eða alls 1452 m² að grunnfleti og samtals 1690 m² að stærð. Við byggingu á húsnæðinu fluttist öll starfssemi ÞÞÞ undir sama þak.
Akraneskaupstaður sendir starfsfólki ÞÞÞ innilegar hamingjuóskir með 90 ára afmælið.