9,7 m.kr. varið til skóla-, íþrótta- og menningartengdra verkefna
Styrkir til skóla-, íþrótta- og menningartengdra verkefna voru afhentir við hátíðlega athöfn þann 28. mars 2019 á Bókasafni Akraness. Um var að ræða styrkúthlutanir úr styrktarsjóði til íþrótta- og menningarverkefna að fjárhæð 7,2 m.kr. og styrki til þróunar- og nýsköpunarverkefna úr þróunarsjóði skóla- og frístundasviðs að fjárhæð 2,5 m.kr.
Elsa Lára Arnardóttir formaður bæjarráðs bauð gesti velkomna og kynnti til leiks þau Báru Daðadóttur, formann skóla- og frístundaráðs og Ólaf Pál Gunnarsson formann menningar- og safnanefndar. Þau sáu um að afhenda styrkhöfum íþrótta- og menningarmála skjal til staðfestingar styrkúthlutunar. Markmiðið með styrkveitingunum er að styðja við grasrótarstarf á sviði menningar- og íþróttamála og hefur Akraneskaupstaður frá árinu 2014 styrkt rúmlega 200 verkefni fyrir um 40 m.kr. Styrkhafar í ár á sviði íþróttaverkefna eru 16 talsins og á sviði menningarverkefna 13 talsins.
Styrkir til íþróttatengdra verkefna eru eftirfarandi:
- Brynhildur Traustadóttir Sundfélagi Akraness hlýtur styrk til að mæta kostnaði við ferðir á æfingar í 50 m. laug á höfuðborgarsvæðinu kr. 200.000.
- Brynjar M. Ellertsson Badmintonfélagi Akraness hlýtur styrk upp í persónulegan kostnað við keppnisferðir kr. 200.000.
- Matthías Leó Sigurðsson Keilufélagi Akraness hlýtur styrk upp í persónulegan kostnað við keppnisferðir kr. 200.000.
- Þjótur hlýtur styrk við íþróttastarf fatlaðra á Akranesi kr. 300.000.
- Hnefaleikafélagið hlýtur styrk til að fjárfesta í búnaði sem nýtist öllum iðkendum félagsins til æfinga kr. 100.000.
- Badmintonfélagið hlýtur styrk til kaups á strengingarvél fyrir iðkendur félagsins kr. 321.690.
- Keilufélagið hlýtur styrkur upp í kaup á Specto upptökuvél sem nýtist til að taka upp hvert kast iðkenda. kr. 200.000.
- Klifurfélagið hlýtur styrk til kaupa á falldýnu sem mun nýtast til að mun auka öryggi iðkenda við klifur kr. 300.000.
- Pílufélagið hlýtur styrk til búnaðarkaupa fyrir nýstofnað félag á Akranesi kr. 50.000.
- ÍA hlýtur styrk til að greiða niður kostnað við að bjóða félögum innan bandalagsins upp á fría þjónustu sérhæfðs íþróttasálfræðings kr. 450.000.
- ÍA hlýtur styrk upp í kaup á lyftingaáhöldum í Akraneshöll fyrir íþróttahópa innan ÍA kr. 200.000.
- Kári hlýtur styrk til að hefja uppbyggingu á starfi yngri iðkenda í félaginu frá 10 ára aldri og yngri kr. 200.000.
- Sundfélagið hlýtur styrk til að byggja upp deild með sundknattleik kr. 150.000.
- Körfuknattleiksfélagið hlýtur styrk til að bjóða upp á hugarþjálfun fyrir iðkendur í 7.-10. bekk kr. 200.000.
- Sundfélagið hlýtur styrk til að mæta útlögðum kostnaði vegna æfinga í 50 metra laug á höfuðborgarsvæðinu fyrir íslandsmeistaramót kr. 204.160.
- FIMA hlýtur styrk til að nýta markþjálfun meðal iðkenda til að draga úr brottfalli eldri iðkenda kr. 500.000.
Styrkir til menningartengdra verkefna eru eftirfarandi:
- Dansstúdíó Írisar hlýtur styrk vegna danssýninga, símenntunar og gesta kennara kr. 465.000.
- Docfest ehf. hlýtur styrk fyrir barnadagskrána „Akranes með okkar augum" á IceDocs heimildamyndahátíðinni sem verður haldin á Akranesi í júlí kr. 500.000.
- Hljómur, kór eldri borgara hlýtur styrk fyrir almennt kórastarf kr. 100.000.
- Kvennakórinn Ymur hlýtur styrk fyrir tónleikar í vor eða á Írskum dögum kr. 165.000.
- Leikfélagið Skagaleikflokkurinn hlýtur styrk fyrir götuleikhús á Írskum dögum kr. 175.000
- Leikfélagið Skagaleikflokkurinn hlýtur styrk fyrir leiklistarnámskeiðahald kr. 280.000
- Leiklistarklúbbur FVA hlýtur styrk til uppsetningar söngleiksins Rock of Ages kr. 550.000
- MTM ehf. hlýtur styrk fyrir „Saga og sýning um útgáfu Sementspokans og sögu Starfsmannafélags Sementsverksmiðjunnar“ kr. 150.000.
- Nemendafélag Brekkubæjarskóla hlýtur styrk til uppsetningar söngleiksins Leitin kr. 550.000.
- Norræna félagið á Akranesi hlýtur styrk til „Gestgjafar fyrir stjórnarfund vinabæjarfélaga“ kr. 100.000.
- Skátafélag Akraness hlýtur styrk fyrir þátttöku tveggja ungra skáta frá Skátafélagi Akraness á Alheimsmóti Skáta sem haldið er fjórða hvert ár kr. 100.000.
- Skólakór Grundaskóla (stjórnandi Valgerður Jónsdóttir) hlýtur styrk fyrir Landsmót barna- og unglingakóra sem fór fram í Grundaskóla á Akranesi 15.-17. mars 2019 kr. 250.000.
- Skylmingafélagið Væringjar hlýtur styrk fyrir „Sverð og Riddaramennska: Kynning á sögulegum evrópskum skylmingum“ kr. 100.000.
Auglýst var eftir umsóknum til styrktar íþrótta- og menningarverkefna í nóvember síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út þann 16. desember. Skóla- og frístundaráð og menningar- og safnanefnd fóru yfir umsóknir og lögðu fram tillögu til bæjarráðs sem samþykkt var á fundi þess þann 14. febrúar 2019.
Að lokinni afhendingu framangreindra styrkja voru afhendir styrkir til þróunarverkefna á skóla- og frístundasviði að fjárhæð 2,5 m.kr. Bára Daðadóttir afhenti þar styrkhöfum viðurkenningarskjal þess efnis en eftirfarandi verkefni fengu styrk í ár:
- Frístundamiðstöðin Þorpið hlýtur styrk fyrir verkefnið „K567- klúbbastarf“ fyrir börn 10- 12 ára kr. 500.000.
- Grundaskóli hlýtur styrk fyrir „Verkefnamiðað nám á unglingastigi- Útvarp Grundaskóli“ sem felur í sér að efla upplýsingatækni og samþættingu náms kr. 750.000.
- Tónlistarskólinn á Akranesi hlýtur styrk fyrir „ Þróun kennslu yngri barna við Tónlistarskólann á Akranesi“ en markmið verkefnisins er að brúa bil á milli leikskóla og forskóla kr. 1.250.000.
Akraneskaupstaður sendir styrkhöfum hamingjuóskir og óskar þeim alls hins besta