Fara í efni  

Aðalskipulag Akraness 2021-2033 - Kynning á drögum að endurskoðuðu aðalskipulagi.

Undanfarin ár hefur verið unnið að endurskoðun aðalskipulags Akraness 2005-2017. Drög að endurskoðuðu skipulagi eru nú lögð fram til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Upplýsingabæklingi um meginatriði skipulagsdraganna hefur verið dreift á Akranesi. Skipulagsuppdráttur og greinargerðir eru aðgengilegar hér að neðan. 

Kynningarfundur verður haldinn á netfundi í gegnum Teams mánudaginn 20. desember n.k. klukkan 17:00. Tengill á fundinn er hér fyrir neðan. Fundurinn verður tekin upp og verður aðgengilegur á heimasíðu og á Facebooksíðu kaupstaðarins. Kjörið er að senda inn spurningar í streymi á meðan á fundi stendur. Spurningar skulu lagðar fram undir nafni. Spurningum verður svarað í lok kynningar.

Í drögum þessum eru kynnt viðfangsefni, sem ekki voru komin á dagskrá þegar skipulagslýsing verkefnisins var kynnt haustið 2011. Þess vegna er óskað sérstaklega eftir ábendingum og sjónarmiðum hagsmunaaðila og umsagnaraðila við nýja verkþætti áður en gengið verður frá endanlegri tillögu til auglýsingar og afgreiðslu.

sjá meðfylgjandi gögn

Forsendur Aðalskipulags Akraness 2021-2033

Greinagerð Aðalskipulags Akraness 2021-2033

Uppdráttur Aðalskipulags Akraness 2021-2033

Umhverfisskýrsla Aðalskipulags Akraness 2021-2033

Núverandi Aðalskipulag Akraness 2003-2017

Uppdráttur gildandi Aðalskipulags Akraness 2003-2017

Á kynningartíma til 30. desember verður hægt að senda inn ábendingar hér í gengum þjónustugátt Akraness 

Að lokinni yfirferð ábendinga og umsagna frá íbúum, öðrum hagsmunaaðilum og umsagnaraðilum mun skipulags- og umhverfisráð ganga frá tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Akraness til bæjarstjórnar, sem síðan verður auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga. Þá mun gefast kostur á að leggja fram formlegar athugasemdir.

Íbúar eru hvattir til að senda inn spurningar á meðan á fundi stendur og ábendingar á kynningartíma.

Hlekkur á kynningarfund


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00