Fara í efni  

Aðgerðir og auknar mælingar Orkuveitunnar í Berjadalsá

Í ágúst 2023 olli þörungavöxtur í lóninu í Berjadalsá skertum bragðgæðum á neysluvatni á Akranesi. Brugðist var við af hálfu Orkuveitunnar með því að auka útskipti á vatni í lóninu og hreinsa botngróður ásamt því að tekin voru sýni til greininga. Til þess að koma í veg fyrir að sambærilegar aðstæður komi upp í sumar hefur Orkuveitan sett upp aðgerðaplan sem inniheldur bæði aukið eftirlit og fyrirbyggjandi aðgerðir. Aðgerðirnar eru að auka gegnumrennsli í gegnum lónið, að vakta reglulega gróðurmyndun í lóninu og hreinsa eftir atvikum og að auka tíðni á hreinsun sandsíu. Planið inniheldur einnig auknar mælingar og hefur í því skyni verið komið fyrir sex hitaskynjurum í lóninu til þess að vakta breytileika á hita innan lónsins. Í samráði vð Hafrannsóknarstofnun hefur Orkuveitan síðan verið sett upp sýnatökuplan fyrir sumarið og voru fyrstu sýnin tekin í maí. Í haust verða þau gögn sem safnast í sumar rýnd og þörf á frekari aðgerðum metin af Orkuveitunni með hliðsjón af úttekt sem skandinavískur ráðgjafi hjá verkfræðiskrifstofunni COWI vann á rekstri lónsins í vetur.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00