Fara í efni  

Akranes ætlar að verða fyrsta íþróttasveitarfélagið

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Ásmundur Einar Daðason, mennta-…
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, og Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ.

Eins og fram kemur á vefsíðu Sambands Íslenskra Sveitarfélaga hafa fulltrúar Akraneskaupstaðar hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að bærinn verði fyrsta íþróttasveitarfélagið á landinu.

Með yfirlýsingunni lýsir Akranes yfir vilja til að halda áfram að byggja ofan á þær styrku stoðir sem fyrir eru í bæjarfélaginu og setja íþróttir barna- og ungmenna og uppbyggingu þeirra ásamt afreksíþróttum á oddinn. Á undanförnum árum hefur sveitarfélagið byggt fjölmörg ný íþróttamannvirki og eru uppi áform um enn frekari uppbyggingu og endurbætur.

Akranes er frumkvöðlasveitarfélag í innleiðingu á lögum um farsæld barna og inn í þá vinnu tengir sveitarfélagið íþróttir og er viljayfirlýsingin ákveðið framhald á þeirri vinnu. Nýr starfsmaður mun taka til starfa 1.desember og mun hann vinna að nýju verkefni sem heitir Farsæl frístund og byggir á því að öll börn með stuðning fá líka þann stuðning sem þau þurfa í frístundir með áherslu á hreyfingu.

Við hvetjum öll áhugasöm til þess að lesa fréttina í heild sinni á vef samtakanna hér.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00