Akranes tekur þátt í Útsvari
26.08.2016
Akranes verður með lið í spurningakeppni á milli sveitarfélaga í sjónvarpsþættinum Útsvari en þættirnir eru sýndir á RÚV. Það eru 24 sveitarfélög sem komast að í þættinum. Keppnin hefst þann 9. september næstkomandi og í ár eru fulltrúar Akraness þau Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir kennari í Brekkubæjarskóla og bæjarfulltrúi, Örn Arnarson kennari í Heiðarskóla og Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir héraðsskjalavörður.
Akraneskaupstaður óskar þeim góðs gengis í vetur. ÁFRAM AKRANES!