Akraneskaupstaður fylgir eftir forgangslista neyðarstigs almannavarna
17.03.2020
COVID19
Almannavarnir hafa biðlað til sveitarfélaga að framfylgja forgangslista neyðarstigs almannavarna þegar kemur að skipulagningu starfs í grunn- og leikskólum og frístund. Er hér um að ræða aðila sem sinna samfélaglega mikilvægri þjónustu svo sem í heilbrigðisgeiranum og viðbragðsgeiranum. Þetta þýðir að framangreindir aðilar fá forgang fyrir börnin sín gegn samþykki stjórnanda stofnunarinnar. Stjórnendur starfsmanna á forgangslista munu fá nánari leiðbeiningar sendar til sín sem og einnig stjórnendur stofnanna sem um ræðir.
Með þessu vill Akraneskaupstaður stuðla að ekki halli á nauðsynlega þjónustu á þessum fordæmalausum tímum. Akraneskaupstaður álítur svo að það sé samfélagsskylda sveitarfélagsins að passa vel upp á þessar starfsstéttir sem mest mæðir á um þessar mundir.