Fara í efni  

Ályktun bæjarstjórnar Akraness um fjárveitingar til tvöföldunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes

Á 1276. fundi bæjarstjórnar Akraness þann 12. júní 2018 var eftirfarandi ályktun samþykkt: 

Bæjarstjórn Akraness hefur undanfarin ár margsinnis vakið athygli samgönguyfirvalda á brýnni nauðsyn þess að auknum fjármunum verði varið til endurbóta á Vesturlandsvegi um Kjalarnes til að auka umferðaröryggi og greiða för. 

Ljóst er að ástand Vesturlandsvegar um Kjalarnes er með öllu óásættanlegt og öryggi vegfarenda er teflt í hættu. Daglega fara um veginn þúsundir bíla og sífellt eykst fjöldi óöruggra vegfarenda sem fara um veginn.

Það voru því sár vonbrigði að við nýlega úthlutun á fjögurra milljarða króna viðbótarframlagi ríkisins til brýnna vegaframkvæmda skuli Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, enn og aftur horfa framhjá hrópandi framkvæmdaþörf á Vesturlandsvegi um Kjalarnes. 

Bæjarstjórn Akraness krefst þess að samgönguyfirvöld, svari ákalli Skagamanna og bregðist tafarlaust við hættulegu ástandi Vesturlandsvegar um Kjalarnes og tryggi að í nýrri samgönguáætlun verði lokið við tvöföldun Vesturlandsvegar frá Hvalfjarðargöngum til Reykjavíkur innan þriggja ára.

Áskorunin er send samgönguráðherra, formanni samgönguráðs, þingmönnum NV kjördæmis og þingmönnum Reykjavíkur.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00