Áríðandi tilkynning vegna COVID
Í ljósi kringumstæðna í samfélaginu, þar sem fjöldi starfsmanna Akraneskaupstaðar er smitaður eða er í sóttkví hefur bæjarráð tekið ákvörðun um að á morgun föstudaginn 5. nóvember muni öll starfsemi falla niður í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskóla og frístundastarfi bæjarins.
Vegna þess hve fáliðað er í stofnunum okkar vegna smita og sóttkvíar verður lágmarks starfsemi það sem eftir er dagsins í dag og eru foreldrar beðnir um að gera ráðstarfanir til þess að sækja börn sín um hádegi í dag ef þess er nokkur kostur. Ef foreldrar hafa ekki tök á vegna vinnu sinnar að sækja ung börn sín um hádegi þá verður það leyst.
Eldri börn grunnskólanna verða send heim um hádegi.
Starfsemi tengd velferðar- og mannréttindasviði verður einnig skert, m.a. verður í móttaka endurvinnslunnar og Búkolla lokað í dag, heilsuefling aldraðra fellur niður og einnig verður Endurhæfingarhúsið HVER lokað frá hádegi í dag. Nánari upplýsingar um breytingu á þjónustu á velferðar -og mannréttindasviðs má sjá hér
Allar íþróttaæfingar og viðburðir á vegum félaga innan ÍA falla niður í dag og fram yfir helgi. Þreksalir verða lokaðir frá kl. 14:00 í dag og fram yfir helgi.
Með von um að með samstöðu náum við að stoppa úrbreiðslu smita í samfélaginu.