Atvinnuhúsnæði á Akranesi - Upplýsingaöflun í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesi
Til Akraneskaupstaðar hafa borist fyrirspurnir frá atvinnurekendum í Grindavík um mögulegt atvinnuhúsnæði á Akranesi. Þarfir aðilanna eru mismunandi og á þessu stigi eru það fyrst fremst fyrirspurnir, hvort sem er til leigu eða kaups. Akraneskaupstaður vill kanna hjá eigendum atvinnuhúsnæðis á Akranesi, með fylgjandi skráningarformi, hvort og hvernig húsnæði gæti verið í boði. Skráning er óskuldbindandi og Akraneskaupstaður mun nota uppgefnar upplýsingar til að miðla til þeirra sem gera fyrirspurnir og þannig verði mögulega til viðskiptasamband. Akraneskaupstaður mun ekki hafa aðra aðkomu að slíkum samningum en miðlun upplýsinga.
Smellið hér til að opna skráningarformið.
Hægt verður að skrá atvinnuhúsnæði í ofangreint skráningarform til 1. apríl 2024.