Fara í efni  

Bátaskýli í byggingu og aðrir bátar verða fjarlægðir

Frá sýningunni ,,Saga líknandi handa
Frá sýningunni ,,Saga líknandi handa

Hafinn er undirbúningur að byggingu bátaskýlis á safnasvæðinu á Akranesi og aðrir gamlir bátar verða fjarlægðir segir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri. Í fréttum RÚV í gærkveldi kom fram að hætta stafaði af gömlum bátum á safnasvæðinu en Regína segir að ekki hafi komið nægilega skýrt fram að ráðstafanir hafi verið gerðar til að tryggja öryggi. Ekki hafi heldur komið fram að verið sé að byggja bátaskýli en hafist verður handa nú í júlí og það mun rúma fjóra báta. 

Markmiðið er að gera bátana upp í skýlinu og koma þeim smátt og smátt í upprunalegt horf. Tveir bátar verða fjarlægðir á næstu dögum, Bjarmi og Draupnir en þeir eru verst farnir og hafa takmarkaða sögulega tengingu við Akranes. Að sögn Regínu stóð til að koma þeim í fóstur á Reykhóla en ef það gengur ekki eftir fljótlega þá verði þeir geymdir til bráðabirgða í húsnæði Sementsverksmiðjunnar.

Regína segir að verið sé að meta ástand Kútters Sigurfara og það verkefni sé unnið í samstarfi við Þjóðminjasafnið. Ekki er komin niðurstaða í þá úttekt en vilji bæjaryfirvalda standi til þess að fjarlægja Kútterinn eða finna varanlega lausn.

Regína hvetur að lokum bæjarbúa og aðra gesti til að skoða hina áhugaverðu sýningu ,, Saga líknandi handa" sem er í Guðnýjarstofu á safnasvæðinu í Görðum en aðgangur er ókeypis og það er opið alla virka daga og um helgar.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00