Fara í efni  

Bókasafn Akraness fær styrki vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna

Mynd tekin á fjölskyldustund á bókasafninu.
Mynd tekin á fjölskyldustund á bókasafninu.

Nú hefur úthlutunarnefnd styrkja vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna lokið störfum. Alls bárust 70 umsóknir og var óskað eftir tæpum 40 milljónum króna. Aðeins voru 8 milljónir til ráðstöfunar að þessu sinni. 

Bókasafn Akraness fékk tvo styrki. Annars vegar 200 þúsund króna styrk fyrir verkefnið ,,Hvaða kerlingar?“. Fræðslugöngur um konur á Akranesi sem bættu samfélagið hver á sinn hátt. Göngurnar verða farnar í kringum 19. júní næstkomandi. Verkefnið eru unnið í samstarfi við Skagaleikflokkinn. Hins vegar 200 þúsund króna styrk fyrir verkefnið Tónsmiðirnir á Kirkjuhvoli – konur og tónlist“ en það er verkefni sem fjallar um frumkvöðla á sviði tónlistar og verður á Vökudögum í ár. Eru þetta Kristín P. Guðjohnsen (1850-), Valgerður L. Briem og Halldóra Briem (1913-), þrír ættliðir sem bjuggu á Kirkjuhvoli á Akranesi. Verkefnið er m.a. unnið í samvinnu við Tónlistarskóla Akraness,  Héraðsskjalasafn Akraness og ættingja kvennanna.

Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að hefja einnig undirbúning á sýningu um sögu hjúkrunar á Akranesi og voru Ingibjörg Pálmadóttir, Guðjón Brjánsson og Anna Leif Elídóttir skipuð í starfshóp til að undirbúa sýninguna.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00