Fara í efni  

Bókun bæjarráðs Akraness í tenglsum við skýrslu starfshóps um Sundabraut

Bæjarráð Akraness fjallaði á fundi sínum þann 3. júlí 2019 um skýrslu starfshóps um Sundabraut. En starfshópur um Sundabraut hefur lokið störfum og skilað skýrslu til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Sundabraut hefur verið til skoðunar um árabil og hafa bæjaryfirvöld á Akranesi og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi ítrekað ályktað um mikilvægi hennar því Sundabraut mun án efa bæta umferð til og frá höfuðborginni og auka umferðaröryggi.

Bókun bæjarráðs var svohljóðandi:

„Bæjarráð Akraness fagnar ummælum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að raunhæft sé að bjóða út framkvæmdir við Sundabraut á þessu kjörtímabili og að framkvæmdir geti hafist á næstu þremur til fjórum árum.

Bæjarráð Akraness hvetur samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóahafnir og aðra hlutaðeigandi aðila til að vinna ötullega að þessari brýnu samgöngubót."


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00