Byggðasafnið fær 2,8 milljónir króna úr safnasjóði
Byggðasafnið Görðum fékk nýlega 2,8 m.kr. styrk út safnasjóði 2015. Það var mennta- og menningarmálaráðherra sem sá um úthlutun styrksins að fengnum tillögum safnaráðs.
Styrkveitingunni er ætlað að standa straum af kostnaði við skráningu muna í Sarp og var úthlutað kr. 800.000 í það verkefni. Sarpur er upplýsingakerfi sem varðveitir upplýsingar um listaverk, muni, myndir, fornleifar, hús, þjóðhætti og örnefnalýsingar. Þá fékk einnig verkefnið Steinaríki Íslands úthlutað kr. 1.000.000 sem nota á til uppfærslu á uppsetningu sýningar um Steinaríkið ásamt skráningu í Sarp. Einnig fékk safnið rekstrarstyrk að upphæð kr. 1.000.000.
Alls voru umsóknir um styrki 130 talsins og var úthlutað til 86 verkefna og nam styrkveiting frá kr. 250.000 til 2.000.000.