Dagskrá ráðstefnunar "Að sækja vatnið yfir lækinn" - skráning í fullum gangi
05.03.2019
Akraneskaupstaður, Landbúnaðarháskóli Íslands og Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir ráðstefnu tileinkaðri nýsköpun, lifandi samfélagi og atvinnulífi á Vesturlandi. Viðburðurinn er opinn öllum áhugasömum og ráðstefnan ber yfirskriftina „Að sækja vatnið yfir lækinn“.
Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ráðherra mun opna ráðstefnuna og á eftir henni fylgja 10 frábærir fyrirlesarar. Auk fyrirlestra verða panelumræður á dagskrá þar sem áheyrendum gefst færi á að bera fram spurningar. Elsa Lára Arnardóttir formaður bæjarráðs á Akranesi mun slíta ráðstefnuna.
Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi er fundarstjóri.