Dagur nýsköpunar og úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands
16.11.2016
Dagur nýsköpunar á Vesturlandi verður haldinn í Landnámssetrinu í Borgarnesi miðvikudaginn 23. nóvember næstkomandi og hefst dagskrá kl. 13.30. Uppbyggingarsjóður Vesturlands mun úthluta styrkjum til nýsköpunar í atvinnulífi, en sjóðurinn úthlutar styrkjum til nýsköpunar tvisvar sinnum á ári og er þetta seinni úthlutun þessa árs.
Bjarna Már Gylfason frá Samtökum iðnaðarins og Oddur Sturluson frá Icelandic Startup flytja erindi um nýsköpun. Í lok dagskrár verða síðan afhent Nýsköpunarverðlaun SSV árið 2016