Dalbrautarreitur - kynningarfundur 27. maí
Vinnslutillaga vegna endurskoðunar deiliskipulags Dalbrautarreits – Norður verður kynnt að Dalbraut 4, Akranesi, 27. maí kl. 17:00 skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í endurskoðun skipulags á Dalbrautarreit verður uppbygging blandaðrar byggðar með íbúðum á efri hæðum og atvinnustarfsemi á jarðhæð, en í aðalskipulagi Akraness 2021-2033 en svæðið er skilgreint sem íbúðabyggð ÍB – 141.
Vinnslutillagan felst m.a. í að heimilt verði að rífa núverandi mannvirki á skipulagssvæðinu og byggja upp randbyggð á 3-5 hæðum. Íbúðafjöldi getur verið allt frá 117 upp í 156 íbúðir.
Eftir kynninguna mun skipulags- og umhverfisráð ljúka gerð tillagnanna og leggja fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu. Ákveði bæjarstjórn að auglýsa ofangreindar skipulagstillögur verður frestur til að gera athugasemdir við þær minnsta kosti 6 vikur sbr. ákvæði skipulagslaga.
Hægt er að koma á framfæri ábendingum og sjónarmiðum í gengum Skipulagsgáttin (skipulagsgatt.is), þjónustuver Akraneskaupstaðar Dalbraut 4 eða á netfangið skipulag@akranes.is