Fara í efni  

Deildarstjórar verkefna í Grundaskóla

Lausar eru til umsóknar tvær 50% stöður deildarstjóra verkefna í Grundaskóla.  Um er að ræða nýjar stöður sem veittar verða frá og með 1. ágúst 2016.

Grundaskóli er heildstæður grunnskóli með um 600 nemendur og 100 starfsmenn.  Í Grundaskóla er metnaðarfullt skólastarf, gott starfsumhverfi og góð samvinna starfsfólks, nemenda, foreldra og annarra samstarfsaðila skólans.  Í Grundaskóla eru gerðar kröfur til nemenda og starfsfólks um dugnað, reglusemi, góða umgengni, góða ástundun og gagnkvæma virðingu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Situr í skólastjórn Grundaskóla
  • Starfar í samræmi við stefnu og áherslur skólans eins og þær eru á hverjum tíma
  • Hefur mannaforráð í samræmi ákvörðun skólastjóra
  • Er stjórnendum og kennurum til aðstoðar innan skólans ásamt því að viðhalda virkum tengslum við nemendur og foreldra
  • Hefur umsjón með og bera ábyrgð á skilgreindum verkefnum í stjórnun og kennslu skólans og vinnur náið með öðrum skólastjórnendum og kennurum
  • Heldur til haga og uppfærir verkefnalista sinn sem tekur breytingum eftir því sem starfið þróast og er í samræmi við stefnu skólans og bæjaryfirvalda á hverjum tíma

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Leyfisbréf grunnskólakennara og kennslureynsla á grunnskólastigi
  • Leiðtogahæfni, metnaður og áhugi á skólaþróun og nýjungum
  • Reynsla af stjórnun er æskileg
  • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Áhersla er lögð á að viðkomandi búi yfir lipurð í samstarfi og mannlegum samskiptum

Upplýsingar um starfið veita Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri (hronn.rikhardsdottir@akranes.is) og Sigurður Arnar Sigurðsson aðstoðarskólastjóri (sigurdur.arnar.sigurdsson@akranes.is) .

Umsóknum fylgi ítarleg starfsferilskrá ásamt greinargerð þar sem kemur fram ástæða umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi til starfsins.  Hér er sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar en einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð.

Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl 2016.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00