Endurgerð skólalóðar við Brekkubæjarskóla hafnar
17.09.2020
Nú er hafin vinna við fyrsta áfanga endurgerðar skólalóðar Brekkubæjarskóla sem felur í sér m.a. nýja aparólu, körfuboltavöll og ný leiksvæði. Ásamt því að fallegur gróður verður settur niður. Hönnun endurgerðar lóðar er í höndum Ingu Rut Gylfadóttur landslagsarkitekt hjá Landslagi og verkið er unnið af SE Garðyrkju ehf. Nemendur og starfsfólk í Brekkubæjarskóla hefur beðið óþreyjufullt eftir því að vinna við endurgerð lóðar hæfist og því er mikil ánægja og tilhlökkun innan skólans að framkvæmdir séu hafnar við þennan fyrsta áfanga.