Fara í efni  

Starf forstöðumanns íþróttamannvirkja

Skóla- og frístundaráð og bæjarráð samþykktu á sameiginlegum fundi sínum síðastliðinn föstudag að leggja til við bæjarstjóra að hætt verði við ráðningu í stöðu forstöðumanns íþróttamannvirkja að svo stöddu vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga hjá Akraneskaupstað.

Ráðin lögðu til við bæjarstjóra að starf forstöðumanns íþróttamannvirkja verði endurskoðað og verði sú endurskoðun hluti af þeirri vinnu sem nú á sér stað við gerð umbótaáætlunar í framhaldi af úttekt Capacent á rekstri og innra vinnulagi hjá Akraneskaupstað.

Bæjarráð þakkar þeim umsækjendum sem sóttu um stöðuna fyrir þeirra áhuga á að starfa fyrir Akraneskaupstað.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00