Fara í efni  

Ertu ungmenni á Akranesi og viltu hafa áhrif?

Ungmennaráð Akraness undirbýr nú samtal sitt við bæjarstjórn Akraneskaupstaðar og verður bæjarstjórnarfundur unga fólksins haldinn þriðjudaginn 17. nóvember nk. Ungmennaráð er skipað níu fulltrúum og níu varamönnum á aldrinum 13 - 25 ára sem eru með búsetu á Akranesi. 

Fastur liður í þeim í þeim undirbúningi hefur verið málþing ungs fólks sem haldið hefur verið í samvinnu við Frístundamiðstöðina Þorpið. Nú hinsvegar er ógerlegt að halda málþing ungs fólks sökum hertra sóttvarnareglna og því verður leitast eftir þátttöku ungmenna í gegnum rafræna skoðunarkönnun. Um er að ræða spurningarlista á Google Forms – allt spurningar sem snúa að ungu fólki á Akranesi. 

Þátttaka er mikilvæg fyrir undirbúningsvinnu ungmennaráðs, þar sem niðurstöður kannaninnar verða nýttar til samtals við bæjarstjórn. Könnunin er opin til og með miðvikudeginum 11. nóvember.  

Ertu á aldrinum 13-25 ára, með búsetu á Akranesi og viltu hafa áhrif...þá

Smelltu hér til að taka þátt í könnuninni.

Ef hlekkurinn hér að ofan virkar ekki sem skildi er hér netslóð: https://forms.gle/ZaSkfpK4C673hhUp6

Fyrirfram þakkir fyrir þína þátttöku,

Ungmennaráð Akraness


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00