Fara í efni  

Framkvæmda fréttir – Teigasel (febrúar 2025)

Með fréttaseríunni ,,Framkvæmda fréttir
Með fréttaseríunni ,,Framkvæmda fréttir" vill Akraneskaupstaður upplýsa íbúa um yfirstandandi framkvæmdir bæjarfélagsins. Það er af nægu að taka og því áhugavert fyrir íbúa að kynnast ferlinu sem og sjá framvindu mála.

Teigasel - Færanlegar kennslustofur.

Hönnuðir: Verkís hf.

Verktaki: Trésmiðja Þráins E. Gíslasonar ehf.

Umfang framkvæmdarinnar er umtalsvert, hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir verkið:

Um er að ræða byggingu á tveimur kennslustofum ásamt tengibyggingu. Byggingin er timburhús sem byggð voru á þann hátt að hægt verður að flytja þau í burtu af lóðinni þegar þeirra verður ekki lengur þörf.

Hönnun og skipulagsferli hófst í mars 2024, verkið var boðið út í júní og framkvæmdir hófust skömmu síðar, nú rúmu hálfu ári eftir að framkvæmdir hófust hafa kennslustofurnar verið teknar í notkun.

 

Hvor kennslustofa ásamt hvíldarrými er um 100 fm að stærð, anddyrisbygging er um 36 fm. Eins og fyrr sagði þá er bygging timburhús, gólf voru dúkalögð og sett voru kerfisloft. Góð loftræsing er í öllum rýmum. Húsið var byggt í sem mestum stíl við eldra húsnæði og samsvarar það sig vel á lóðinni.

Samhliða framkvæmdum við nýtt hús voru gerðar breytingar innanhús í eldra húsnæði. Kaffiaðstaða starfsfólks var færð í stærra rými til að mæta auknum fjölda starfsfólks og skrifstofur fóru þá í minna rými.

 

Framkvæmdin er að mestu lokið en þó er lóðarfrágangur eftir, farið verður í hann þegar vorar. Þar sem skólalóðin hefur minnkað töluvert við þessar framkvæmdir þá hefur starfsfólk skólans verið lausnarmiðað og nýtt í auknum mæli opin útivistarsvæði í nágrenni við skólann til leiks og fræðslu, má þar nefna fjöruna í Krókalóni og Merkurtún.

Heildarkostnaður framkvæmdarinnar er áætlaður 172 milljónir.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00