Fara í efni  

Framkvæmdir hefjast á Esjubraut

Yfirlitsmynd um hjáleiðir sem verða á meðan framkvæmdir standa yfir.
Yfirlitsmynd um hjáleiðir sem verða á meðan framkvæmdir standa yfir.

Verktaki við framkvæmdir á Kalmanstorgi og Esjubraut mun hefja framkvæmdir á ný þann 27. maí næstkomandi. Um er að ræða gatnaframkvæmd við Esjubraut þar sem m.a. verður jarðvegsskipt undirlagi götunnar og yfirborð hennar endurnýjað frá nýju Kalmanstorgi að Esjutorgi. Einnig verður nýr göngu- og hjólastígur gerður norðan við Esjubraut. Veitur munu endurnýja allar lagnir samhliða þessum framkvæmdum.

Áformað er að skipta verkinu við Esjubraut í tvo hluta. Fyrri hluti verður frá Kalmanstorgi að gatnamótum við Smiðjuvelli / Dalbraut. Gatnamótum við Esjuvelli og Kalmansvelli verður því lokað en hjáleið að Esjuvöllum verður um botnlanga frá Dalbraut og einnig verður gerð hjáleið fyrir Kalmansvelli út á Akranesveg, sjá nánar á meðfylgjandi yfirlitskorti. Áætlaður framkvæmdatími fyrri hluta er til septemberloka 2019. Seinni hlutinn, frá gatnamótum við Smiðjuvelli / Dalbraut að Esjutorgi, verður svo unninn í framhaldinu og eru áætluð verklok við þann hluta í nóvember 2019. Gatnamót við Smiðjuvelli / Dalbraut verða lokuð á meðan framkvæmdir við seinni hluta standa yfir.

Ljóst er að þessar framkvæmdir valda töluverðu raski fyrir íbúa og vegfarendur á þessu svæði. Mikilvægt er að sýna þessu aðstæðum skilning og að fara með gát um svæðið. Tímabundin óþægindi munu skila betra og öruggari umhverfi fyrir alla vegfarendur að loknum framkvæmdum.

Upplýsingar um tengiliði:

  • Verktaki er Þróttur ehf.
  • Tengiliður framkvæmdar er Bergsteinn Metúsalemsson hjá Mannvit, sími 8945210.
  • Verkefnastjóri hjá Akraneskaupstað er Jón Ólafsson
  • Verkefnastjóri hjá Veitum er Helgi Helgason

Ef óskað er frekari upplýsinga um framkvæmdir þá er hægt að hafa samband við tengilið framkvæmda og eða verkefnastjóra hjá Akraneskaupstað.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00