Framkvæmdir við Asparskóga og Beykiskóga
Fljótlega eftir páskahátíðina er áætlað að hefja lagnavinnu í Skógarhverfi vegna nýrra lóða norðan við Asparskóga. Veitur munu leggja nýjar lagnir vegna hita-, vatns-, frá- og rafveitu að þessum lóðum.
Akraneskaupstaður mun samhliða þessum framkvæmdum jarðvegsskipta undir bílastæðum og gangstígum norðan Asparskóga. Gert er ráð fyrir að þessum framkvæmdum verði lokið í júlí 2020.
Á meðan framkvæmdum stendur má gera ráð fyrir aukinni umferð vinnuvéla og öðru raski. Viðeigandi merkingar verða settar upp á framkvæmdasvæðinu vegna lokanna á verktíma
Íbúar í Skógarhverfi mega búast við rekstrartruflunum í veitukerfum á verktíma og verða upplýstir um þær hverju sinni. Yfirlitsmynd af framkvæmdasvæðinu má sjá hér að ofan.
- Verkefnastjóri verksins hjá Veitum er Helgi Helgason. Verkefnastjóri hjá Akraneskaupstað er Jón Ólafsson.
- Tengiliður framkvæmdar er Bergsteinn Metúsalemsson hjá verkfræðistofunni Mannvit, sími 422 3000
- Verktaki er Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar.
Hafir þú einhverjar spurningar eða ábendingar er bent á að hafa samband við Veitur í síma 516 6000 eða Akraneskaupstað í síma 433 1000.