Frítt í sund á sumardaginn fyrsta
23.04.2025
Akraneskaupstaður býður bæjarbúum frítt í sund og í Guðlaugu, fimmtudaginn 24. apríl, í tilefni sumardagsins fyrsta.
Í sundlauginni á Jaðarsbökkum er búið að koma fyrir glæsilegri dótakörfu sem er í boði fyrir börnin yfir allan daginn.
Opnunartímar:
Bjarnalaug 10-15
Jaðarsbakkalaug 10-19
Guðlaug 10-19