Götulokanir 3.júlí vegna málningarvinnu
Það gleður okkur að tilkynna að Akraneskaupstaður ætlar að fagna fjölbreytileikanum og skreyta bæinn með regnbogafánagötu í tilefni af Hinsegin hátíð Vesturlands 2023.
Verður fáninn málaður frá gangbrautinni fyrir utan Kirkjubraut 11 að gangbrautinni við Skólabraut 35, stefnt er á að hefja vinnuna snemma og ljúka henni eins fljótt og hægt er. Stærtó mun halda áfram að keyra "Írsku daga leiðina" á meðan þessu stendur, Sjá upplýsingar hér.
Við viljum biðja fólk að aka ekki bílunum sínum inn á svæðið, það getur skapað hættu fyrir þau sem sinna málningarvinnunni. Eins biðjum við þau sem ganga um svæðið á meðan málningarvinnu stendur að ganga ekki inn á regnbogann fyrr en hann er orðinn þurr.
Biðjumst við afsökunar á þeim óþægindum sem lokunin kann að valda íbúum.